Smári Valtýr Sæbjörnsson
Riverside Restaurant / Hótel Selfoss – Veitingarýni
Riverside restaurant er nútímalega hannaður, bjartur og einstaklega þægilegur veitingastaður á Hótel Selfossi.
Á Hótel Selfossi er frábært tilboð í boði: Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins og morgunverður af hlaðborði á Riverside Restaurant sem kostar aðeins 26.900 kr. og gildir fyrir tvo.
Fréttamaður veitingageirans kíkti fyrir skömmu á staðinn ásamt eiginkonu sinni og var tekið vel á móti okkur með brosi og þægilegu viðmóti. Hótelgestir dreyptu á fordrykk við snarkandi arineld og stemningin lofaði góðu. Okkur var vísað til sætis við glerbyggða framhlið veitingastaðarins og var útsýnið stórfenglegt, panorama útsýni yfir Ingólfsfjall og Ölfusá sem rennur fyrir utan gluggann.
Við byrjuðum á því að panta rauðvínið Frontera frá Chile sem er einstaklega gott – fínt og langvinnt berjabragð. Við héldum okkur við það vín í gegnum alla máltíðina og passaði það alveg ótrúlega vel við réttina þrátt fyrir að þeir væru mjög ólíkir eins og sjá má hér að neðan.
Matseðillinn var eftirfarandi:
Þetta er í fyrsta sinn sem ég smakka hrossatartar. Ég er mikill tartarmaður og kom mér mjög á óvart hvað þessi samsetning passaði vel saman. Djúpsteikur capers kom sterkur inn, stökkur og bragðmikill en yfirgnæfði ekki bragðið.
Súkkulaðirjómi og humarsúpa? Ég spáði mikið í þetta. Svo kom súpan og bragðið alveg frábært. Góð samsetning, létt og góð súpa.
Lambið klikkar ekki og kokkarnir á Riverside restaurant eru greinilega vel að sér í steikingu – mjúkt og gott lambafillet. Persónulega finnst mér alltaf gott að fá fituröndina, sem gerir svo gott bragð. Kartöflurnar mjög góðar sem og sósan.
Mmmmmmm… þvílíkt sælgæti, hindberjamottan alveg passleg á bragðið, ekkert of afgerandi – ferskur og mjög góður eftirréttur.
Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, er að það að sleppa mætti karse í einhverjum réttum.
Þjónustan var afskaplega góð og greinilega mikill metnaður lagður í allt sem borið var á borð.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi