Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Riverside Restaurant / Hótel Selfoss – Veitingarýni

Birting:

þann

Hótel Selfoss

Riverside restaurant er nútímalega hannaður, bjartur og einstaklega þægilegur veitingastaður á Hótel Selfossi.

Á Hótel Selfossi er frábært tilboð í boði: Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins og morgunverður af hlaðborði á Riverside Restaurant sem kostar aðeins 26.900 kr. og gildir fyrir tvo.

Fréttamaður veitingageirans kíkti fyrir skömmu á staðinn ásamt eiginkonu sinni og var tekið vel á móti okkur með brosi og þægilegu viðmóti. Hótelgestir dreyptu á fordrykk við snarkandi arineld og stemningin lofaði góðu. Okkur var vísað til sætis við glerbyggða framhlið veitingastaðarins og var útsýnið stórfenglegt, panorama útsýni yfir Ingólfsfjall og Ölfusá sem rennur fyrir utan gluggann.

Við byrjuðum á því að panta rauðvínið Frontera frá Chile sem er einstaklega gott – fínt og langvinnt berjabragð. Við héldum okkur við það vín í gegnum alla máltíðina og passaði það alveg ótrúlega vel við réttina þrátt fyrir að þeir væru mjög ólíkir eins og sjá má hér að neðan.

Riverside Restaurant / Hótel Selfoss

Matseðillinn var eftirfarandi:

Riverside Restaurant / Hótel Selfoss

Hrossatartar úr fillet með bjórbrauði, noisette majonesi, shallot lauk og hvítlauk

Hrossatartar úr fillet með bjórbrauði, noisette majonesi, shallot lauk og hvítlauk

Þetta er í fyrsta sinn sem ég smakka hrossatartar. Ég er mikill tartarmaður og kom mér mjög á óvart hvað þessi samsetning passaði vel saman. Djúpsteikur capers kom sterkur inn, stökkur og bragðmikill en yfirgnæfði ekki bragðið.

Humarsúpa með hvítsúkkulaðirjóma og rúgbrauðsmold

Humarsúpa með hvítsúkkulaðirjóma og rúgbrauðsmold

Súkkulaðirjómi og humarsúpa? Ég spáði mikið í þetta. Svo kom súpan og bragðið alveg frábært. Góð samsetning, létt og góð súpa.

Lambafillet í kryddhjúpi með madeira sósu, rjómakartöflu og smjörbökuðum hvítlauk

Lambafillet í kryddhjúpi með madeira sósu, rjómakartöflu og smjörbökuðum hvítlauk

Lambið klikkar ekki og kokkarnir á Riverside restaurant eru greinilega vel að sér í steikingu – mjúkt og gott lambafillet. Persónulega finnst mér alltaf gott að fá fituröndina, sem gerir svo gott bragð. Kartöflurnar mjög góðar sem og sósan.

Súkkulaði mousse með salthnetum, hindberjum og vanilluís

Súkkulaði mousse með salthnetum, hindberjum og vanilluís

Mmmmmmm… þvílíkt sælgæti, hindberjamottan alveg passleg á bragðið, ekkert of afgerandi – ferskur og mjög góður eftirréttur.

Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, er að það að sleppa mætti karse í einhverjum réttum.

Þjónustan var afskaplega góð og greinilega mikill metnaður lagður í allt sem borið var á borð.

 

/Smári

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið