Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rafhleðslustöðvar við öll Íslandshótel á landsbyggðinni
Rafhleðslustöðvar eru nú komnar upp við öll Íslandshótel á landsbyggðinni og geta gestir því hlaðið bíla sína hringinn í kringum landið á ferðalögum sínum.
Fyrsta rafhleðslustöðin var sett upp við Fosshótel Reykholt og síðan þá hefur verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við öll hótelin á landsbyggðinni. Þá er hraðhleðslustöð við Fosshótel Mývatn og í bígerð er að setja upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík.
Rafhleðslustöðvarnar voru í fyrstu settar upp í samstarfi við ON en síðar var einnig gerður samstarfssamningur við Ísorku. Þá stendur til að fjölga stöðvum enn meira á hótelum Íslandshótela til að mæta aukinni þörf.
Rafhleðslustöðvarnar eru settar upp í tengslum við sjálfbærnistefnu Íslandshótela, en félagið er leiðandi á því sviði. Íslandshótel hafa stutt orkuskiptin með uppsetningu stöðvanna og mun halda því verki áfram og stuðla þannig að því að enn auðveldara verði að ferðast um landið allt á bílum sem ganga fyrir rafmagni.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti