Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rafhleðslustöðvar við öll Íslandshótel á landsbyggðinni

Fyrsta rafhleðslustöðin var sett upp við Fosshótel Reykholt og síðan þá hefur verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við öll hótelin á landsbyggðinni. Þá er hraðhleðslustöð við Fosshótel Mývatn og í bígerð er að setja upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík.
Rafhleðslustöðvar eru nú komnar upp við öll Íslandshótel á landsbyggðinni og geta gestir því hlaðið bíla sína hringinn í kringum landið á ferðalögum sínum.
Fyrsta rafhleðslustöðin var sett upp við Fosshótel Reykholt og síðan þá hefur verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við öll hótelin á landsbyggðinni. Þá er hraðhleðslustöð við Fosshótel Mývatn og í bígerð er að setja upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík.
Rafhleðslustöðvarnar voru í fyrstu settar upp í samstarfi við ON en síðar var einnig gerður samstarfssamningur við Ísorku. Þá stendur til að fjölga stöðvum enn meira á hótelum Íslandshótela til að mæta aukinni þörf.
Rafhleðslustöðvarnar eru settar upp í tengslum við sjálfbærnistefnu Íslandshótela, en félagið er leiðandi á því sviði. Íslandshótel hafa stutt orkuskiptin með uppsetningu stöðvanna og mun halda því verki áfram og stuðla þannig að því að enn auðveldara verði að ferðast um landið allt á bílum sem ganga fyrir rafmagni.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora