Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rafhleðslustöðvar við öll Íslandshótel á landsbyggðinni

Fyrsta rafhleðslustöðin var sett upp við Fosshótel Reykholt og síðan þá hefur verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við öll hótelin á landsbyggðinni. Þá er hraðhleðslustöð við Fosshótel Mývatn og í bígerð er að setja upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík.
Rafhleðslustöðvar eru nú komnar upp við öll Íslandshótel á landsbyggðinni og geta gestir því hlaðið bíla sína hringinn í kringum landið á ferðalögum sínum.
Fyrsta rafhleðslustöðin var sett upp við Fosshótel Reykholt og síðan þá hefur verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við öll hótelin á landsbyggðinni. Þá er hraðhleðslustöð við Fosshótel Mývatn og í bígerð er að setja upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík.
Rafhleðslustöðvarnar voru í fyrstu settar upp í samstarfi við ON en síðar var einnig gerður samstarfssamningur við Ísorku. Þá stendur til að fjölga stöðvum enn meira á hótelum Íslandshótela til að mæta aukinni þörf.
Rafhleðslustöðvarnar eru settar upp í tengslum við sjálfbærnistefnu Íslandshótela, en félagið er leiðandi á því sviði. Íslandshótel hafa stutt orkuskiptin með uppsetningu stöðvanna og mun halda því verki áfram og stuðla þannig að því að enn auðveldara verði að ferðast um landið allt á bílum sem ganga fyrir rafmagni.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar