Vertu memm

Uppskriftir

Píta með buffi og grænmeti

Birting:

þann

Píta með buffi og grænmeti

Píta með buffi og grænmeti

Pítubrauðið er auðvelt að baka en það má líka stytta sér leið og kaupa það tilbúið út úr búð.

Pítusósa

2 dl grísk jógúrt

1-2 greinar fersk mynta

1 tsk. púðursykur

7–10 cm af agúrku

2-3 tsk. hunang

1 hvítlauksrif

1 tsk. salt

Smá pipar

Aðferð

Gúrkan er skorin í smáa bita, öllu blandað saman, kryddað til.  Kælt í ísskáp þar til pítan er borin fram.

Lambabuff

400 g lambahakk

1 laukur

1 rauð paprika

2-3 hvítlauksrif

½ meðalsterkur rauður chili.

söxuð steinselja

1 tsk. kúmmin

2-3 tsk. túrmerik

Salt og pipar

Aðferð

Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman.  Búið til buff og steikið á pönnu þar til þau eru elduð í gegn.  Passið þó að ofsteikja ekki.  Líka tilvalið að grilla.

Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, sýrðum rjóma og fersku salati.

Upplagt að grilla lauk, blómkál, tómat eða papriku sem meðlæti.

Hægt er að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið