Vertu memm

Pistlar

Pistill eftir Þóri, forseta KM – Þórir: „..varð fyrir slysi í upphafi keppninnar…“

Birting:

þann

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

Reglulega birtir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara pistil í Kokkafréttum sem dreift er til félagsmanna.

Í nýjasta pistli sem sjá má hér að neðan, fer Þórir yfir helstu fréttir úr herbúðum KM, árangri fagmanna sem kepptu í Herning í Danmörku og margt fleira.

Kæru félagar
Það er sannarlega yfir mörgu að gleðjast þessa daganna og við skulum passa okkur á því að fagna öllum þeim áföngum sem við höfum náð á síðustu vikum og komum til með að ná í framtíðinni.

Eitt af því sem við getum fagnað er frábær árangur okkar fólks á Norðurlandamótinu í Herning nú nýverið, þegar Gabríel Bjarni náði sér í titilinn Ungkokkur Norðurlandana og Sindri, Sveinn og Aþena höfnuðu í öðru sæti í sínum keppnum. Allir keppendur okkar í matreiðslu komu heim með eðalmálma um hálsinn og því ber að fagna.

Steinar keppandi okkar í framreiðslu varð fyrir slysi í upphafi keppninnar, þar sem sauma þurfti nokkur spor. En eins og sönnum Íslendingi sæmir kom hann aftur eftir saumaskapinn og kláraði síðustu réttina. Það er svo greinilegt að samviskusemi og þrotlausar æfingar eru að skiluðu sér með þessum árangri.

Einnig getum við fagnað vorkomunni og því að nú í fyrsta skipti síðan 2019 verður aðalfundur og árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara haldin á þeim tíma sem ákveðið var í dagskrá vetrarins. Það verður einstaklega skemmtilegt að hitta félaga í Klúbbi matreiðslumeistara á Akureyri á komandi helgi.

Gott er líka að fagna því að veitingastaðir landsins fyllast nú að ferðamönnum ásamt okkur Íslendingum, sem þýðir að matreiðslumenn og þjónar hafa nóg fyrir stafni. Nú þurfum við öll að segja frá hversu skemmtilegt það er að vinna við fagið okkar og vinna í því saman að fjölga nemum í öllum greinum matreiðslu og framreiðslu.

Eflaust er það fleira sem við getum fagnað hvert og eitt á þessari stundu. Ég veit líka að til að geta fagnað leggja meðlimir Kokklandsliðsins sig nú á sig ómælda vinnu til að vera sem best undirbúin undir heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í lok nóvember.

Nú þegar er farið að keyra 110 manna æfingar, það er að segja 110 gestum er boðið í mat til að smakka og njóta þess sem okkar færasta fólk er að framreiða. Æfingar Kokkalandsliðsins standa út maí svo fer allt á fullt aftur eftir sumarfrí.

Kæru félagar ég óska ykkur gleðilegs sumars, hlakka til að sjá ykkur á förnum vegi í sumar og vonast til að sjá ykkur öll í haust þegar félagsstarf byrjar aftur.

Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara

KM fréttabréfið

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið