04febAllan daginnBarlady keppnin á Íslandi 2026Eftir
Barþjónaklúbbur Íslands og Samtök Íslenskra Eimingarhúsa kynna! (english below) Barlady keppnin á Íslandi 2026 Alþjóðlega Barlady keppnin fyrir konur og kvár verður haldin á Corfu, Grikklandi 6. – 7. og 8. mars
Barþjónaklúbbur Íslands og Samtök Íslenskra Eimingarhúsa kynna! (english below)
Alþjóðlega Barlady keppnin fyrir konur og kvár verður haldin á Corfu, Grikklandi 6. – 7. og 8. mars og leitar Barþjónaklúbbur Íslands (BCI) og Samtök Íslenskra Eimingarhúsa (SÍE) af framúrskarandi barþjóni sem getur tekið þetta alla leið.
Forkeppni verður haldin hér á Íslandi þar sem farið verður í ,,Walk-Around” 4. febrúar í leit af besta drykknum. Sigurvegarinn fer svo fyrir hönd Íslands og keppir á Corfu.
The Bartenders’ Club of Iceland and the Icelandic Distillers Association present:
The Barlady Competition in Iceland 2026! Registration is now open!
The International Barlady Competition for Women and Non-Binary Participants will be held in Corfu, Greece, on March 6th, 7th, and 8th. The Bartenders’ Club of Iceland (BCI) and the Icelandic Distillers Association (SÍE) are searching for an outstanding bartender who can go all the way!
A preliminary round will be held in Iceland, featuring a “Walk-Around” on February 4th to find the best cocktail.
Meira
04.02.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
07feb12:0014:00Stóra veislusýningin í MúlabergiEftir
Múlaberg Bistro & Bar stendur fyrir glæsilegri veislusýningu laugardaginn 7. febrúar kl. 12:00. Boðið verður uppá litríka og spennandi sýningu þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna og selja vörur og þjónustu
Múlaberg Bistro & Bar stendur fyrir glæsilegri veislusýningu laugardaginn 7. febrúar kl. 12:00. Boðið verður uppá litríka og spennandi sýningu þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna og selja vörur og þjónustu fyrir alla þá sem eru að plana veislu eða hátíðlegar stundir.
Á sýningunni verða til staðar vörur á borð við förðunarvörur og förðunarráðgjöf, hárvörur og hárgreiðslur, fatnaður, auk fallegra skreytinga og borðskreytinga.
Veitingaaðilar munu bjóða upp á smakk meðan birgðir endast, svo gestir geta séð hvað er í boði og fengið ráðgjöf. Þetta er kjörið tækifæri til að sjá og prófa ýmsa möguleika á mat og varningi áður en ákvörðun er tekin.
Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem þemað var fermingar og hátt í 20 fyrirtæki á svæðinu tóku þátt og fór aðsóknin fram úr öllum væntingum. Í ár kom því ekkert annað til greina en að stækka viðburðinn og nú tekur viðburðurinn yfir alla veislusali Múlabergs, auk veitingastaðarins og systurstað Múlabergs, Terían Brasserie á jarðhæð.
Nýjung þetta árið: Múlaberg Bistro og Bar og Terían Brasseri bjóða gestum að panta sér einstaklingsbundna ráðgjöf með viðburðarstjóra,alveg óháð því hvort þjónusta eða veitingar verði keyptar. Ráðgjöfin er frábært tækifæri til að ræða hugmyndir, fá faglega innsýn í skipulag, matarval, skráningu og aðra þætti sem skipta máli.
Athugið að bóka þarf tíma í ráðgjöfina fyrirfram. Smellið hér til að panta tíma.
Múlaberg Bistro & Bar með þrjá stóra veislusali sem taka vel á móti stórum hópum og henta fyrir fjölbreyttar tegundir viðburða, giftingar, afmæli, árshátíðir, erfidrykkjur eða fyrirtækjaviðburði. Salirnir eru sveigjanlegir og hægt að aðlaga þá að mismunandi stærðum og þörfum svo hægt sé að koma til móts við allar þarfir.
Meira
07.02.2026 12:00 - 14:00(GMT+00:00)
09feb10:0011:30Endurvakning Klúbbs FramreiðslumeistaraEftir
Fyrsti aðalfundur klúbbsins verður haldinn mánudaginn 9. febrúar í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi í stofu V101 klukkan 10:00 – 11:30. Nánar um viðburðinn hér.
Fyrsti aðalfundur klúbbsins verður haldinn mánudaginn 9. febrúar í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi í stofu V101 klukkan 10:00 – 11:30.
09.02.2026 10:00 - 11:30(GMT+00:00)
10feb14:3015:30Hótel og matvælaskólinn endurtekur Meistaradaginn með nýrri áhersluEftir
Meistaradagurinn sem haldinn var í fyrra tókst afar vel og í kjölfarið hefur Hótel- og matvælaskólinn ákveðið að endurtaka leikinn, að þessu sinni með örlítið breyttu sniði
Meistaradagurinn sem haldinn var í fyrra tókst afar vel og í kjölfarið hefur Hótel- og matvælaskólinn ákveðið að endurtaka leikinn, að þessu sinni með örlítið breyttu sniði og skýrari áherslum.
Í ár verður kastljósinu beint að rafrænu ferilbókinni og því ferli sem henni tengist, allt frá því þegar meistarar sækja um að skrá starfsstað sinn í birtingarskrá og þar til nemi sækir um sveinspróf. Fundurinn að þessu sinni er sérstaklega ætlaður meisturum og er markmiðið að skapa vettvang fyrir upplýsta og opna umræðu um notkun, notagildi og áframhaldandi þróun ferilbókarinnar.
Á fundinum munu þrír fulltrúar halda stutt erindi og svara spurningum í kjölfarið. Þar stíga fram Ólafur Jónsson frá Nemastofu, Kristján Óskarsson frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Haraldur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.
Aðstandendur Meistaradagsins hvetja þátttakendur eindregið til að mæta með spurningar, umræðupunkta og ábendingar, með það að markmiði að efla umræðuna og ræða á opinskáan hátt bæði kosti ferilbókarinnar og þær áskoranir sem henni fylgja.
Meistaradagurinn fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 14:30 til 15:30 í Sunnusal Menntaskólans í Kópavogi.
Meira
10.02.2026 14:30 - 15:30(GMT+00:00)
19febAllan daginnÍtölsk kokteilkeppni á TipsýEftir
Opið er fyrir innsendingar í kokteilkeppni á vegum Tipsý Bar & Lounge í samstarfi við Martini, þar sem barþjónar og kokteiláhugafólk eru hvattir til að láta til sín taka og
Opið er fyrir innsendingar í kokteilkeppni á vegum Tipsý Bar & Lounge í samstarfi við Martini, þar sem barþjónar og kokteiláhugafólk eru hvattir til að láta til sín taka og láta sköpunargáfuna njóta sín. Keppnin fer fram í febrúar og er þemað ítalskt, túlkað á persónulegan hátt. Form drykkjarins er frjálst svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði keppninnar.
Innsendingarfrestur er til 15. febrúar 2026 og skal senda keppnisframlag á netfangið [email protected]. Undankeppnin fer fram á Tipsý Bar & Lounge þriðjudaginn 17. febrúar þar sem dómnefnd velur bestu drykkina áfram. Aðalkeppnin verður síðan haldin fimmtudaginn 19. febrúar og keppa þá fimm kokteilar til úrslita.
Meðfylgjandi mynd: Sigurvegarar kokteilkeppninnar í fyrra. Frá vinstri eru David Hood sem hafnaði í þriðja sæti, Leó Snæfeld Pálsson sem sigraði keppnina og Jakob Alf Arnarsson í öðru sæti.
Mynd: Tipsý
Meira
19.02.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
Tveir íslenskir veitingastaðir hafa komist í úrslit í alþjóðlegum flokki National Fish & Chip Awards 2026, einu virtasta verðlaunaafhending Bretlands á sviði sjávarrétta. Þar keppa framúrskarandi fish
Tveir íslenskir veitingastaðir hafa komist í úrslit í alþjóðlegum flokki National Fish & Chip Awards 2026, einu virtasta verðlaunaafhending Bretlands á sviði sjávarrétta. Þar keppa framúrskarandi fish and chips staðir víða að úr heiminum um titilinn International Fish & Chip Operator of the Year.
Úrslit verða kynnt í London 25. febrúar 2026 á Park Plaza Westminster Bridge hótelinu þar sem hundruðir gesta úr veitingageiranum koma saman. Einn veitingastaðurinn mun hljóta nafnbótina International Fish & Chip Operator of the Year 2026.
Mynd:
Andrew Crook ásamt Norlein frá Fez & Cip, sigurvegara International Fish & Chip Operator of the Year 2025.
Ljósmyndari: Gabriel Bush
Meira
25.02.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
Matarmarkaður Íslands heldur vetrarmarkað helgina 14. og 15. mars í Hörpu. Þá koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur af öllu landinu með fjölbreytt úrval af matarhandverki. Frábært tækifæri til þess
Matarmarkaður Íslands heldur vetrarmarkað helgina 14. og 15. mars í Hörpu. Þá koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur af öllu landinu með fjölbreytt úrval af matarhandverki. Frábært tækifæri til þess að hitta framleiðendur og fræðast um hvað er að baki vörunni. Vertu velkomin í uppruna, umhyggju og upplifun!
14.03.2026 11:00 - 15.03.2026 17:00(GMT+00:00)
15marAllan daginn16Snædís keppir í forkeppni Bocuse d´OrEftir
Snædís Xyza verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or Europe sem haldin verður í Marseille dagana 15. til 16. mars 2026. Nánari upplýsingar hér. Fleiri fréttir
Snædís Xyza verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or Europe sem haldin verður í Marseille dagana 15. til 16. mars 2026.
15.03.2026 - 16.03.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
22marAllan daginn24NorðurlandakeppniEftir
Norðurlandakeppnirnar Nordic Chef, Nordic Chef Jr., Nordic Waiter og Nordic Green Chef verða haldnar dagana 22.–24. mars í Herning í Danmörku. Meðfylgjandi mynd er frá Norðurlanda keppninni árið 2022,
Norðurlandakeppnirnar Nordic Chef, Nordic Chef Jr., Nordic Waiter og Nordic Green Chef verða haldnar dagana 22.–24. mars í Herning í Danmörku.
Meðfylgjandi mynd er frá Norðurlanda keppninni árið 2022, sjá nánar hér.
Mynd: Brynja Kr Thorlacius
22.03.2026 - 24.03.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
27marAllan daginnGrænmetiskokkur ársins 2026Eftir
Keppnirnar um Grænmetiskokk ársins 2026 og Kokk ársins 2026 fara fram í IKEA dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Klúbbur Matreiðslumeistara fer með undirbúning og framkvæmd keppnanna líkt og undanfarin
Keppnirnar um Grænmetiskokk ársins 2026 og Kokk ársins 2026 fara fram í IKEA dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Klúbbur Matreiðslumeistara fer með undirbúning og framkvæmd keppnanna líkt og undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um dagsetningar á skráningu, grunnhráefni og fleira hér.
Yfirlit frétta um keppnina Grænmetiskokkur ársins hér.
Mynd: Mummi Lú / Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025.
Meira
27.03.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
29marAllan daginnKeppnin Kokkur ársinsEftir
Keppnirnar um Kokk ársins 2026 og Grænmetiskokk ársins 2026 fara fram í IKEA dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Klúbbur Matreiðslumeistara fer með undirbúning og framkvæmd keppnanna líkt og undanfarin
Keppnirnar um Kokk ársins 2026 og Grænmetiskokk ársins 2026 fara fram í IKEA dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Klúbbur Matreiðslumeistara fer með undirbúning og framkvæmd keppnanna líkt og undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um dagsetningar á skráningu, grunnhráefni og fleira hér.
Yfirlit frétta um keppnina Kokkur ársins.
Mynd: Mummi Lú / Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025.
Meira
29.03.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
19aprAllan daginn21Norræna nemakeppninEftir
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fer fram dagana 19.–21. apríl 2026 í Svíþjóð, þar sem nemendur sýna hæfni sína í matargerð og framreiðslu á hæsta stigi. Fréttayfirlit
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fer fram dagana 19.–21. apríl 2026 í Svíþjóð, þar sem nemendur sýna hæfni sína í matargerð og framreiðslu á hæsta stigi.
19.04.2026 - 21.04.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
16maiAllan daginn19Hinrik Örn Lárusson keppir fyrir Íslands hönd í WalesEftir
16.05.2026 - 19.05.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
16maiAllan daginn19Worldchefs með ráðstefnu, sýningu og keppni í Wales árið 2026Eftir
Worldchefs, áhrifamestu samtök matreiðslumanna í heiminum, verða með ráðstefnu, sýningu og keppni sem fram fer dagana 16.–19. maí 2026 í Newport í Wales. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „Pasture, Passion,
Worldchefs, áhrifamestu samtök matreiðslumanna í heiminum, verða með ráðstefnu, sýningu og keppni sem fram fer dagana 16.–19. maí 2026 í Newport í Wales.
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „Pasture, Passion, Plate“, sem heiðrar ferðalag matarins frá uppruna til fullbúins réttar og undirstrikar hvernig matur tengir okkur öll – frá bónda til borðs, yfir landamæri og menningarheima.
Um 1.000 kokkar frá 110 löndum sækja ráðstefnuna, ásamt 30 alþjóðlegum fyrirlesurum og sérfræðingum úr atvinnulífinu. Þá verður jafnframt sýning 200 nýsköpunarfyrirtækja og sýnenda, og búist er við að viðburðurinn laði að um 6.000 þátttakendur víðs vegar að úr heiminum.
Global Chef keppnin fer fram samhliða ráðstefnunni, en þar mun Hinrik Örn Lárusson keppir fyrir Íslands hönd í Wales.
Heimasíða: www.worldchefscongress.org
Kynningarmyndband
Meira
16.05.2026 - 19.05.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Starfsfólk í veitingabransanum
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.

