Frétt
Opið fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki
Búið er að opna fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki á vef Skattsins.
Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir rekstraraðilum, þ.m.t. einyrkjum, sem hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Annars vegar geta þeir sem ekki sóttu um fyrir tímabilið ágúst-nóvember 2021 innan fyrri frests nú sótt um styrki fyrir þá mánuði. Hins vegar er um að ræða framhald viðspyrnustyrkja fyrir desember 2021 til og með mars 2022.
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. júní 2022, en sótt er um styrkina á þjónustuvef Skattsins fyrir einn mánuð í senn. Á vef Skattsins er jafnframt að finna leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Auk viðspyrnustyrksins er enn hægt að sækja um lokunar– og veitingastyrki hjá Skattinum.
Síðastliðin tvö ár hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning með úrræðum fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Má þar nefna veitinga, viðspyrnu- og lokunarstyrki, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka, stuðningsgreiðslur á uppsagnarfresti og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam 215 milljörðum króna. Að undanförnu hefur kröftugur efnahagsbati og rénun faraldursins haft í för með sér minni aðsókn í þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hverjir skutla matnum þínum heim? Alþjóðleg könnun veitir innsýn í líf og störf sendla sem starfa fyrir Wolt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Sónó flytur út og Plantan flytur inn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólaborgarinn seldist upp
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi