Vertu memm

Keppni

Ólympíuleikarnir í fullum gangi – Myndir

Birting:

þann

Ólympíuleikarnir í fullum gangi - Íslenska Kokkalandsliðið

Íslenska Kokkalandsliðið keppti í sinni fyrstu grein á ólympíuleikunum í Stuttgart í dag. Liðið kom til Þýskalands á fimmtudag og dagurinn í gær fór í undirbúning. Liðið hóf keppni klukkan 14:00 og lýkur leik um 23:00 í kvöld.

Ólympíuleikarnir í fullum gangi - Íslenska Kokkalandsliðið

Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson og Sigurður Helgason heilsuðu upp á Snædísi Xyza Mae Jónsdóttur, Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur, Ólöfu Ólafsdóttur og Kristínu Birtu Ólafsdóttur fyrir utan keppniseldhús Íslenska Kokkalandsliðsins fyrr í dag

Úrslit dagsins munu liggja fyrir um miðjan dag á morgun. Svo er seinni keppnisdagur liðsins á þriðjudag en loka úrslit verða kynnt á miðvikudag.

Íslenska kokka­landsliðið sam­an­stend­ur af reynslu­miklu keppn­is­fólki og ein­stak­ling­um sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stór­móti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jó­hanns­son.

Ólympíuleikarnir í fullum gangi - Íslenska Kokkalandsliðið

Það var stemmning við íslenska keppniseldhúsið þegar keppnin byrjaði í dag.

Ísak hef­ur verið í landsliðshópn­um síðan 2019. Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir er landsliðsþjálf­ari hún var liðstjóri í landsliðshópn­um sem náði þriðja sæti á síðustu Ólymp­íu­leik­um árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.

Ólympíuleikarnir í fullum gangi - Íslenska Kokkalandsliðið

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið