Keppni
Ólympíuleikarnir í fullum gangi – Myndir
Íslenska Kokkalandsliðið keppti í sinni fyrstu grein á ólympíuleikunum í Stuttgart í dag. Liðið kom til Þýskalands á fimmtudag og dagurinn í gær fór í undirbúning. Liðið hóf keppni klukkan 14:00 og lýkur leik um 23:00 í kvöld.

Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson og Sigurður Helgason heilsuðu upp á Snædísi Xyza Mae Jónsdóttur, Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur, Ólöfu Ólafsdóttur og Kristínu Birtu Ólafsdóttur fyrir utan keppniseldhús Íslenska Kokkalandsliðsins fyrr í dag
Úrslit dagsins munu liggja fyrir um miðjan dag á morgun. Svo er seinni keppnisdagur liðsins á þriðjudag en loka úrslit verða kynnt á miðvikudag.
Íslenska kokkalandsliðið samanstendur af reynslumiklu keppnisfólki og einstaklingum sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jóhannsson.
Ísak hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari hún var liðstjóri í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíuleikum árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








