Keppni
Ólympíuleikarnir í fullum gangi – Myndir
Íslenska Kokkalandsliðið keppti í sinni fyrstu grein á ólympíuleikunum í Stuttgart í dag. Liðið kom til Þýskalands á fimmtudag og dagurinn í gær fór í undirbúning. Liðið hóf keppni klukkan 14:00 og lýkur leik um 23:00 í kvöld.
Úrslit dagsins munu liggja fyrir um miðjan dag á morgun. Svo er seinni keppnisdagur liðsins á þriðjudag en loka úrslit verða kynnt á miðvikudag.
Íslenska kokkalandsliðið samanstendur af reynslumiklu keppnisfólki og einstaklingum sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jóhannsson.
Ísak hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari hún var liðstjóri í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíuleikum árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?