Keppni
Ólympíuleikarnir í fullum gangi – Myndir
Íslenska Kokkalandsliðið keppti í sinni fyrstu grein á ólympíuleikunum í Stuttgart í dag. Liðið kom til Þýskalands á fimmtudag og dagurinn í gær fór í undirbúning. Liðið hóf keppni klukkan 14:00 og lýkur leik um 23:00 í kvöld.

Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson og Sigurður Helgason heilsuðu upp á Snædísi Xyza Mae Jónsdóttur, Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur, Ólöfu Ólafsdóttur og Kristínu Birtu Ólafsdóttur fyrir utan keppniseldhús Íslenska Kokkalandsliðsins fyrr í dag
Úrslit dagsins munu liggja fyrir um miðjan dag á morgun. Svo er seinni keppnisdagur liðsins á þriðjudag en loka úrslit verða kynnt á miðvikudag.
Íslenska kokkalandsliðið samanstendur af reynslumiklu keppnisfólki og einstaklingum sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jóhannsson.
Ísak hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari hún var liðstjóri í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíuleikum árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?