Keppni
Ólympíuleikarnir í fullum gangi – Myndir
Íslenska Kokkalandsliðið keppti í sinni fyrstu grein á ólympíuleikunum í Stuttgart í dag. Liðið kom til Þýskalands á fimmtudag og dagurinn í gær fór í undirbúning. Liðið hóf keppni klukkan 14:00 og lýkur leik um 23:00 í kvöld.

Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson og Sigurður Helgason heilsuðu upp á Snædísi Xyza Mae Jónsdóttur, Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur, Ólöfu Ólafsdóttur og Kristínu Birtu Ólafsdóttur fyrir utan keppniseldhús Íslenska Kokkalandsliðsins fyrr í dag
Úrslit dagsins munu liggja fyrir um miðjan dag á morgun. Svo er seinni keppnisdagur liðsins á þriðjudag en loka úrslit verða kynnt á miðvikudag.
Íslenska kokkalandsliðið samanstendur af reynslumiklu keppnisfólki og einstaklingum sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jóhannsson.
Ísak hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari hún var liðstjóri í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíuleikum árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum