Vertu memm

Frétt

Öll Íslandshótel í Reykjavík nú með „Green key“ vottun

Birting:

þann

Hótel Reykjavík Saga

Hótel Reykjavík Saga

Öll 7 hótel Íslandshótela í Reykjavík hafa nú hlotið umhverfisvottun frá „Green Key“.  Að auki hafa 6 hótel fyrirtækisins á landsbyggðinni hlotið vottun en stefnt er að því að síðustu 4 hótel Íslandshótela verði komin með vottunina á haustmánuðum.

„Markmið okkar er skýrt, við ætlum okkur að vera leiðandi á sviði sjálfbærni og verða fyrsta umhverfisvottaða hótelkeðjan á Íslandi. Við erum afskaplega stolt af því að hafa þegar fengið þessa alþjóðlegu vottun á 13 af 17 hótelum okkar,“

Segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela í fréttatilkynningu.

„Green Key“ er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi í ferðaþjónustu og það útbreiddasta í heiminum. Hótel sem fá slíka vottun hafa þurft að uppfylla strangar umhverfiskröfur varðandi starfsemi sína og fræðslu bæði gagnvart umhverfinu og samfélaginu öllu. Þannig er lögð áhersla á sjálfbærni, minnkandi umhverfisáhrif og minni rekstrarkostnað.

„Vottunin undirstrikar skuldbindingu okkar gagnvart sjálfbærni og umhverfisvernd. Þetta hefur verið umfangsmikið ferli og sýnir svart á hvítu það mikla og góða starf sem starfsfólk okkar hefur unnið á þessu sviði.

Vottunin nær yfir allt frá vatnsnotkun til orkusparnaðar, endurvinnslu og endurnýtingar, umhverfisvottuðum hreinsiefnum til ábyrgra innkaupa á mat og drykk.

Að sama skapi stuðlum við að sjálfbærri uppbyggingu nærsamfélagsins og virkjum hagsmunaaðila til þess að taka virkan þátt í að vernda umhverfið og náttúruauðlindir okkar,“

segir Davíð Torfi.

„Green Key“ vottunarkerfið hefur verið við lýði í yfir aldarfjórðung og er í notkun í yfir 60 löndum.

Íslandshótel er leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu og rekur 17 hótel með 1955 herbergi á lykilstaðsetningum um land allt. Fyrirtækið er styrk stoð í þessari sívaxandi atvinnugrein og mun halda áfram að vera fyrsti valkostur þeirra sem velja hótelgistingu á Íslandi.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið