Frétt
Öll Íslandshótel í Reykjavík nú með „Green key“ vottun
Öll 7 hótel Íslandshótela í Reykjavík hafa nú hlotið umhverfisvottun frá „Green Key“. Að auki hafa 6 hótel fyrirtækisins á landsbyggðinni hlotið vottun en stefnt er að því að síðustu 4 hótel Íslandshótela verði komin með vottunina á haustmánuðum.
„Markmið okkar er skýrt, við ætlum okkur að vera leiðandi á sviði sjálfbærni og verða fyrsta umhverfisvottaða hótelkeðjan á Íslandi. Við erum afskaplega stolt af því að hafa þegar fengið þessa alþjóðlegu vottun á 13 af 17 hótelum okkar,“
Segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela í fréttatilkynningu.
„Green Key“ er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi í ferðaþjónustu og það útbreiddasta í heiminum. Hótel sem fá slíka vottun hafa þurft að uppfylla strangar umhverfiskröfur varðandi starfsemi sína og fræðslu bæði gagnvart umhverfinu og samfélaginu öllu. Þannig er lögð áhersla á sjálfbærni, minnkandi umhverfisáhrif og minni rekstrarkostnað.
„Vottunin undirstrikar skuldbindingu okkar gagnvart sjálfbærni og umhverfisvernd. Þetta hefur verið umfangsmikið ferli og sýnir svart á hvítu það mikla og góða starf sem starfsfólk okkar hefur unnið á þessu sviði.
Vottunin nær yfir allt frá vatnsnotkun til orkusparnaðar, endurvinnslu og endurnýtingar, umhverfisvottuðum hreinsiefnum til ábyrgra innkaupa á mat og drykk.
Að sama skapi stuðlum við að sjálfbærri uppbyggingu nærsamfélagsins og virkjum hagsmunaaðila til þess að taka virkan þátt í að vernda umhverfið og náttúruauðlindir okkar,“
segir Davíð Torfi.
„Green Key“ vottunarkerfið hefur verið við lýði í yfir aldarfjórðung og er í notkun í yfir 60 löndum.
Íslandshótel er leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu og rekur 17 hótel með 1955 herbergi á lykilstaðsetningum um land allt. Fyrirtækið er styrk stoð í þessari sívaxandi atvinnugrein og mun halda áfram að vera fyrsti valkostur þeirra sem velja hótelgistingu á Íslandi.
Mynd: aðsend
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt á matseðli5 dagar síðan
Hægeldaður saltfiskur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes