Markaðurinn
Nýir og spennandi Ostóber ostar
Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Ostóber er í fullum gangi og einstaklega gaman að geta sagt frá því að nú eru komnir á markað sérstakir Ostóber ostar. Um er að ræða fimm glænýja osta sem framleiddir voru sérstaklega fyrir þetta tilefni en þeir verða seldir í takmörkuðu upplagi nú í október.
Fyrst ber að nefna Óðalsostana Gouda sterkan, Ísbúa og Tind sem allir hafa fengið lengri þroskunartíma en venjulega eða meira en tólf mánuði og bera því merkið 12+ á nýjum umbúðum. Á þessum tíma verða ostarnir einstaklega bragðmiklir og sérkenni hvers og eins verða enn sterkari. Í Gouda sterkum 12+ fylgja mjúkir smjörtónar kröftugu bragðinu, Ísbúi 12+ hefur flauelsmjúka áferð og parast vel með sætu og söltu og þá er Tindur 12+ ómótstæðilegur með sinni stökku áferð og sæta eftirbragði.
Tveir ostanna bera svo nafn Búra en þeir bræður gætu ekki verið ólíkari. Búri með sinnepsfræjum og kúmeni er bragðbættur ostur þar sem ólíkum kryddtegundum er blandað saman á einstakan hátt. Útkoman er kraftmikið bragð með smá keim af fortíðarþrá. Búri með trönuberjum og lime er bragðbættur ostur þar sem sætt og súrt bragð mætast á einstaklega spennandi hátt. Framandi bragð og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana.
Taktu þátt í Ostóber því nú er svo sannarlega tími til að njóta osta!

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati