Vertu memm

Frétt

Nokkrir veitingastaða Gleðipinna loka tímabundið

Birting:

þann

Íslenska Hamborgarafabrikkan - Fabrikkan

Hamborgarafabrikkan er á meðal veitingastaða Gleðipinna sem verður opinn frá og með þriðjudeginum 24. mars

Gleðipinnar loka tímabundið nokkrum af veitingastöðum þeirra og opnunartímar breytast frá og með morgundeginum.

“Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini í þessum aðstæðum og munum vera það áfram. Eftir að samkomubannið var þrengt í 20 manns ákváðum við að loka hluta staðanna okkar tímabundið frá og með morgundeginum. Áherslan verður á heimsendingar með Hreyfli og á Take away”,

segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna í tilkynningu.

Veitingastaðir Gleðipinna eru Saffran, Hamborgarafabrikkan, American Style, Aktu Taktu, Eldsmiðjan, Keiluhöllin, Blackbox, Shake&Pizza, Pítan, Roadhouse og Kaffivagninn.

„Þeir staðir sem loka frá og með þriðjudeginum 24. mars eru Roadhouse og Kaffivagninn. Við munum halda tveimur American Style stöðum opnum, einum Saffran stað og einum Eldsmiðjustað. Auk þess munu opnunartímar breytast að einhverju leyti. Í Keiluhöllinni og Shake&Pizza verður opið frá 17 – 21 næstu daga. Svo metum við einfaldlega stöðuna frá degi til dags“,

bætir Jóhannes við.

Aktu Taktu staðirnir fjórir verða áfram opnir og hefur Aktu Taktu við Skúlagötu verið opnaður allan sólarhringinn meðal annars til þess að geta veitt fólki sem starfar á næturvöktum betri þjónustu.

Áherslan á heimsendingar með Hreyfli og á Take away

Gleðipinnar og Hreyfill ákváðu um síðustu helgi að snúa bökum saman og hefja heimsendingar frá stöðum Gleðipinna.

„Leigubílstjórar, líkt og aðrir í þjóðfélaginu, hafa verið áhyggjufullir yfir stöðunni. Þetta samstarf kom sér því afar vel fyrir okkur og fer kröftuglega af stað.“

Segir Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils.

Fyrirkomulagið er uppá gamla mátann. Viðskiptavinir hringja á þann veitingastað sem þeir vilja panta hjá og símgreiða pöntunina. Heimsendingin er ókeypis ef keypt er fyrir 6.900 kr. eða meira, annars kostar hún 1500 kr. Viðskiptavinir taka fram hvort þeir vilji snertilausa heimsendingu og þá skilur leigubílstjórinn matinn eftir við dyrnar.

Veitingastaðir Gleðipinna sem verða opnir frá þriðjudeginum 24. mars

  • Aktu Taktu Skúlagata: 561-0400 (opið allan sólarhringinn)
  • Aktu Taktu Mjódd: 557-9922
  • Aktu Taktu Garðarbær: 565-8050
  • Aktu Taktu Fellsmúla: 533-4100
  • Keiluhöllin: 511-5300
  • Shake&Pizza – 517-1819
  • Hamborgarafabrikkan Höfðatorgi og Kringlunni: 575-7575
  • American Style Skipholti og Dalshrauni: 517-1818
  • Eldsmiðjan Suðurlandsbraut: 562-3838
  • Blackbox Borgartúni og Mosó: 546-0321
  • Pítan Skipholti: 562-9090
  • Saffran Dalvegi: 578-7474

Skapandi lausnir og samstaða

Gleðipinnar hafa gripið til ýmissa aðgerða til að geta betur þjónað viðskiptavinum sínum í breyttum aðstæðum. Má þar nefna “Frítt að borða fyrir börnin” en öll börn borða frítt á veitingastöðum Gleðipinna og gildir tilboðið einnig í Take away.

„Við höfum reynt að hugsa í skapandi lausnum og bregðast við ástandi sem breytist daglega. Það sem skiptir öllu núna er að standa saman og halda gleðinni,“

segir Jóhannes að lokum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið