Nemendur & nemakeppni
Nemastofan stefnir á að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning
Stofnun Nemastofu atvinnulífsins fór fram 5. apríl í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20 að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóra SI, framkvæmdastjóra Iðunnar, framkvæmdastjóra Rafmenntar og fulltrúum frá aðildarfyrirtækjum SI.
Undirritað var samkomulag milli atvinnulífsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning.
Með tilkomu Nemastofu atvinnulífsins eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað.
Heimasíða: www.nemastofa.is
Myndir: facebook / Samtök iðnaðarins

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort