Nemendur & nemakeppni
Nemastofan stefnir á að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning
Stofnun Nemastofu atvinnulífsins fór fram 5. apríl í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20 að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóra SI, framkvæmdastjóra Iðunnar, framkvæmdastjóra Rafmenntar og fulltrúum frá aðildarfyrirtækjum SI.
Undirritað var samkomulag milli atvinnulífsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning.
Með tilkomu Nemastofu atvinnulífsins eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað.
Heimasíða: www.nemastofa.is
Myndir: facebook / Samtök iðnaðarins
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir16 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu








