Nemendur & nemakeppni
Nemastofan stefnir á að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning
Stofnun Nemastofu atvinnulífsins fór fram 5. apríl í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20 að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóra SI, framkvæmdastjóra Iðunnar, framkvæmdastjóra Rafmenntar og fulltrúum frá aðildarfyrirtækjum SI.
Undirritað var samkomulag milli atvinnulífsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning.
Með tilkomu Nemastofu atvinnulífsins eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað.
Heimasíða: www.nemastofa.is
Myndir: facebook / Samtök iðnaðarins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar








