Uppskriftir
Mozzarella jól – Tvær uppskriftir
Jólin nálgast og hvað er betra en bjóða fjölskyldu og vinum upp á næringarríka forrétti eða meðlæti með jólamatnum, í jólaboðið eða hittinginn. Mozzarellakúlur henta einstaklega vel í fallegan og bragðgóðan jólakrans eða jólastaf sem setja skemmtilegan svip á veisluborðið á aðventunni.
Mozzarella jólakrans
2 box mozzarella kúlur
2 box litlir tómatar
klettasalat
fersk basilíka
ólífuolía
balsamik gljái
Byrjaðu á því að raða klettasalatinu í hring á kringlóttan disk eða stærri flöt. Magnið fer algjörlega eftir stærð. Í hringinn á myndinni voru notaðar venjulegar mozzarella kúlur og einnig mozzarella kúlur með basilíku sem var raðað á hringinn. Hellið svo ólífuolíu og balsamik gljáanum yfir.
Mozzarella jólastafur
2-3 stk. mozzarella kúlur (120 g)
2-3 stk. tómatar
salt og pipar
ólífuolía
balsamik gljái
Magnið fer svolítið eftir hversu stóran staf þú vilt búa til. Í jólastafinn á myndinni voru notaðar tvær og hálf mozzarella kúla og þrír tómatar. Osturinn og tómatarnir skornir í sneiðar og raðað á víxl, olíu og balsamik gljáanum hellt yfir og svo kryddað með salti og pipar. Það er gott að bera jólastafinn fram með ristuðu snittubrauði.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars