Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Mikill metnaður á jólahlaðborði Rauðku

Birting:

þann

Jólahlaðborð Rauðku

Rauðka á Siglufirði býður upp á glæsilegt jólahlaðborð í aðdraganda jóla nú sem endranær. Jólahlaðborðið sem hófst 16. nóvember s.l. verður alla föstudaga og laugardaga til 15. desember.

Þessi kvöld eru vinsæl bæði hjá hópum og einstaklingum og eru einungis nokkur sæti laus.

„Það eru þegar vel yfir þúsund manns búnir að bóka í hlaðborðið hjá okkur“

sagði Halldóra Guðjónsdóttir, framreiðslumaður og rekstraraðili hjá Sigló veitingum, í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um aðsóknina.

Húsið opnar klukkan 18:30 þar sem tekið er á móti gestum í fordrykk í veislusal Rauðku.

Bjarni Rúnar Bequette

Bjarni hefur í nógu að snúast þessa dagana.
Bjarni Rúnar Bequette og konan hans Halldóra Guðjónsdóttir eru rekstraraðilar hjá Sigló veitingum og reka Hannes Boy, Rauðku og Sunnu á Sigló Hótel.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Skemmtiatriði, veislustjórn og tónlist verða yfir borðhaldinu. Sturlaugur Kristjánsson og Daníel Pétur Daníelsson betur þekktir sem Stúlli og Danni sjá svo um að spila fyrir dansi á ballinu.

Veglegur matseðill er á boðstólnum eins og sjá má hér að neðan og er nær allt unnið frá grunni:

Forréttir
Sítrus grafinn lax með sinnepssósu
Reyktur lax með piparrótarsósu
Úrval af síld með rúgbrauði og smjöri
Sveitapaté með beikoni og sveppum
Fiskipaté með “créme fresh”
Ferskt salat með papriku, tómötum, rauðlauki og fetaosti
Hægeldaður nætursaltaður þorskur með jurtum
Grafin gæs með sultuðum berjum
Bayonnes skinka með uppstúf og kartöflum
Hangikjöt
Waldorfsalat

Aðalréttir
Hunangsgljáð kalkúnabringa
Rósmarín legið lambalæri
Svína purusteik
Hvítvínssósa
Rjómalöguð villisveppasósa
Kartöflugratin
Bakað rótargrænmeti
Steikt rauðkál
Rósakál með beikoni

Eftirréttir
Frönsk súkkulaðikaka með sultuðum berjum
Kanil créme brúlée
Jarðaberja pavlova
Ferskir ávextir og súkkulaðibrunnur

Verð: 9800

Jólaseðill Rauðku

Samhliða er boðið upp á sérstakan þriggja rétta hátíðarkvöldverð á Sigló Hóteli alla daga í nóvember og desember.

 

Myndir: Sigló veitingar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið