Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Matur á Hótel Fossvogi 2015 | 1. kafli – Veitingarýni

Birting:

þann

Hótel Fossvogur 2015

Hótel Fossvogur

Staðreyndin er sú að eitt af því fáa sem sjúklingurinn getur hlakkað til er að fá vel útlítandi, heitan og bragðgóðan mat og spilar þar inn stóra rullu að litagleði sé í matnum, þannig að ef prótein er rauðleitt, sé grænmeti grænt.

Maturinn er alltaf að verða betri og betri á LSH en samt eru punktar sem má laga en kosta ekkert nema hugsun.

Það kom fyrir að það voru bollur í 3 daga í röð, einnig var meðlæti oft það sama í próteini, grænmeti og súpu eða salati sem krefst þess að sá sem skrifar matseðlana standi sig betur.

Sá sem ritar matseðlana á Landspítalanum, lestu vel

Einnig þarf sá sem ritar matseðla að skrifa hvaða grænmeti fylgir hverjum rétti, það sést á öðrum matseðlinum sem er hjálagt sem fylgiskjal en ekki hinum.

word_icon Matseðill frá 20. apríl til 26. apríl 2015.

word_icon Hádegismatseðill frá 27. apríl til 3. maí 2015.

 

Hótel Fossvogur 2015

Pétur Sigurðsson lagðist inn á spítala á Flórída s.l. vor og hér að neðan má sjá matseðla og myndir af matnum á þeim spítala.

Mikið var um að maður fékk hafragraut á morgnana þó svo að maður segði á hverjum degi að maður borðaði ekki grautinn og vildi ab mjólk.

Hér að neðan getur að líta upplifun mína á hverri einustu máltíð sem ég neytti meðan ég lá inni, en ég var á sykurskertu fæði.

Kvöldverður 27. mars
Bakaður fiskur með grænmetisjukki og hrísgrjónum, kartöflum, rifnu salati og vínber

Bragðgott, sporðstykkið safaríkt, en þykka stykkið var skraufþurrt, rifna salatið skraufþurrt og óaðlaðandi, vínberin frábær .

Hádegisverður 28. mars
Grænmetisréttur, gulrætur, hvítlauksbrauð, hrásalat, banani

Mikið rautt yfirlitum hefði verið skemmtilegra að hafa grænar ertur með, hvítlauksbrauðið afar gott og stökkt, salatið vætt og gott.

Miðdegishressing 28. mars
Gróft brauð með paprikusmurosti og djús

Æðislegt.

Kvöldverður 28. mars
Steiktur fiskur, köld sósa, grænar ertur, kartöflur, hunangsmelóna

Mjög gott.

Kvöldhressing 28. mars
Kringla og djús

Flott.

Morgunmatur 29. mars
Ab mjólk, musli, heilhveitibrauð, ostur, agúrka, tómatur og kiwi

Prýðilegt.

Hádegisverður 29. mars
Steiktar fiskbollur, brún sósa, steinseljukartöflur, blómkál, súpa

Bollurnar mjög góðar, einnig sósan og kartöflurnar en blómkálið ofeldað, súpan of þykk, bragðgóð, nýtt bragð.

Miðdegiskaffi 29. mars
Smurt Döðlubrauð

Sælgæti.

Kvöldverður 29. mars
Gúllas, spergilkál, sætkartöflumauk, sveppasúpa

Kjötið í mismunandi stórum bitum allt að 10 faldur stærðarmunur, að öðru leiti mjög gott, súpan sælgæti.

Kvöldhressing 29. mars
Ostaslaufa og epli

Mjög gott.

Sunnudagur: „Var þetta stóri gulrótardagurinn?“

Morgunverður 30. mars
Ab mjólk, musli, heilhveitibrauð, ostur, agúrka, tómatur, appelsína

Mjög gott.

Hádegisverður 30. mars
Millionbuff með gulrótum, meðlæti; gulrætur, soðnar kartöflur, salat með spínati, agúrkum og appelsínum, karrýsúpa með gulrótum og blaðlauk

Var þetta stóri gulrótardagurinn? …. að öðru leyti mjög gott.

Miðdegishressing 30. mars
Kleina og djús

Mjög gott.

Kvöldmatur 30. mars
Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænar ertur, karrýsósa,vínber

Glæsilegt.

Kvöldhressing 30. mars
Ostaslaufa og paprika

Flott.

Þriðjudagur: „brauðbollan var sveitt og ólystug“

Morgunmatur 31. mars
Ab mjólk, musli, gróft brauð, ostur, agúrka, tómatur, epli

Mjög gott.

Hádegisverður 31. mars
Bakaður fiskur formaður, papriku kartöflur, blómkál, spergilkál, rifnar gulrætur, köld sósa, pera

Góður fiskur, sósa góð, grænmeti mauksoðið, peran fín.

Miðdegishressing 31. mars
Heilhveitibrauð með osti, djús

Mjög gott.

Kvöldmatur 31. mars
Karrýilmaður baunaréttur, brauðbolla, grænmetissúpa

Prýðilegt utan þess að brauðbollan var sveitt og ólystug, súpan góð.

Kvöldhressing 31. mars
Brauð með skinku og epli.

Gott.

Morgunverður 1. apríl
Ab mjólk, heilhveitibrauð, ostur, agúrka, tómatur, appelsína

Mjög gott.

Hádegisverður 1. apríl
Bakaður fiskur, ananas karrý, ostur, soðnar kartöflur, spergilkál, banani

Frábært í alla staði.

Miðdegishressing 1. apríl
Flatkaka með osti, djús

Mjög gott.

Kvöldverður 1. apríl
Pottréttur með cus cus, blómkál, gulrætur , hunangsmelóna

Pottréttur ágætur, cus cus ofeldað, blómkál ofeldað, gulrætur góðar, melónan fín.

Kvöldhressing 1. apríl
Hafrakex með osti og djús

Afbragðs gott.

Fimmtudagur: „Pizzasnúður – Of lítið bakaður, hálfgerður albínói.“

Morgunmatur 2. apríl
Ab mjólk, musli, sveskjur, heilhveitibrauð og ostur, tómatur, agúrka, hunangsmelóna

Prýðilegt.

Hádegisverður 2. apríl
Hamborgarahryggur með sykurbrúnuðum kartöflum, waldorf salati ,brúnni sósu, hunangsmelóna

Svakalega gott og páskaservétta, glæsilegt

Miðdegiskaffi 2. apríl
Hrökkbrauð með osti

Gott.

Kvöldverður 2. apríl
Pottréttur með gulrótar og rófuteningum, spergilkáli, sætkartöflumauki, kiwi

Afargott.

Kvöldhressing 2. apríl
Pizzasnúður

Of lítið bakaður ,hálfgerður albínói.

Morgunmatur 3. apríl
Ab mjólk, musli, gróft brauð, tómatur, agúrka, ostur, epli

Mjög góður og sérstaklega brauðið.

Hádegisverður 3. apríl
Kjúklingapottréttur með broccoli og gulrótum, meðlæti broccoli og gulrætur, soðnar kartöflur, kiwi

Er það ekki aðeins of mikið, broccoli og gulrót í tvígang? Prýðilegt en gaman hefði að vera með t.d. maís sem meðlæti til að lyfta diskinum upp.

Miðdegishressing 3. apríl
Bananabrauð smurt með með osti

Frábært.

Kvöldmatur 3. apríl
Pottréttur með kartöflumauki, ertum, hunangsmelóna

Pottrétturinn var of sterkur, annars mjög gott.

Kvöldkaffi 3. apríl
Flatkaka með osti

Mjög góð

Laugardagur: „…ein besta broccolisúpa sem ég hef smakkað.“

Morgunmatur 4. apríl
Ab mjólk, musli, heilhveitibrauð, ostur, tómatur, agúrka, appelsína

Góður morgunmatur

Hádegisverður 4. apríl
Falskur héri með brúnni sósu, kartöflumauki, gulrótarteningum. Broccolisúpa með rjómatopp

Gulrætur í kjötstykkinu og sem meðlæti er það ekki aðeins of mikið, sósan afargóð, maukið mjög gott, kjötið frekar þurrt, gulræturnar fínar, súpan ein besta broccolisúpa sem ég hef smakkað.

Miðdegishressing 4. apríl
Smurt brauð með smurosti og fersk paprika

Prýðilegt.

Kvöldverður 4. apríl
Steiktar fiskbollur, lauksósa, spergilkál, soðnar kartöflur, spergilsúpa

Bollurnar góðar, sósan mild og góð, kartöflur góðar, broccoli ofsoðið. Súpan ágæt, en skemmtilegra hefði að vera með spergilkálið í hádeginu og gulrótarteningana um kvöldið af áðurtöldum ástæðum.

Kvöldkaffi 4. apríl
Kringla og djús

Afbragð.

Sunnudagur: „… páskaeggið kom skemmtilega á óvart.“

Morgunmatur 5. apríl
Ab mjólk, musli, banani, rúnstykki fínt, ostur, tómatur og agúrka og páskaegg.

Mjög gott, hefði frekar viljað gróf rúnstykki, páskaeggið kom skemmtilega á óvart.

Hádegisverður 5. apríl
Lambalæri, brún sósa, gratín kartöflur, rauðkál, ís með súkkulaði og hindberjahlaupi

Frábært utan þess að kjötið var svolítið seigt. Páskaservétta flott.

Miðdegiskaffi 5. apríl
Kringla með osti og djús

Gott.

Kvöldverður 5. apríl
Bakaður lax, eggjasósa, steinseljukartöflur, gulrætur, vanillubúðingur

Prýðilegur matur en frekar lítill hiti í honum.

Kvöldhressing 5. apríl
Smurt brauð með lifrakæfu og djús

Frábært.

Morgunverður 6. apríl
Ab mjólk, heilhveitibrauð, ostur, tómatur, agúrka, appelsína

Prýðilegt.

Hádegisverður 6. apríl
Ofnsteikt svínalæri, sætkartöflumauk, spergilkál og sveppasósa, rabarbarasúpa

Vá hvað þetta var gott. Páskaservétta.

Miðdegishressing 6. apríl
Gróft brauð með osti og djús

Fantagott.

Kvöldverður 6. apríl
Soðinn þorskur með karrýsósu, hrísgrjónum, ostabráð, kartöflur og gulrótum, ávaxtasalat

Fiskurinn flott eldaður, sósan góð, meðlæti fínt, ávaxtasalat óspennandi.

Kvöldhressing 6. apríl
Hrökkbrauð með osti, djús

Gott.

Morgunverður 7. apríl
Ab mjólk, musli, epli, mjólk, gróft brauð, ostur, tómatur, agúrka

Tær snilld.

Hádegisverður 7. apríl
Bakaður fiskur með blaðlauk, papriku og osti, steinseljukartöflur, tómatsósa með grænmeti. Makkarónuvellingur með kanilsykri

Mjög gott og ekki skemmdi vellingurinn fyrir.

Miðdegishreessing 7. apríl
Heilhveitibrauð með osti og djús

Mjög gott.

Kvöldverður 7. apríl
Kalkúnabollur með hrísgrjónum, blönduðu grænmeti og súrsætri sósu. Ab mjólk með cherrios og appelsínu.

Bollurnar voru bragðgóða en töluvert þurrar, annað var gott, það kom enginn bakki með sykursnauðum mat.

Kvöldhressing 7. apríl
Heilhveitibrauð með osti og djús

Fínt.

Miðvikudagur: „…æðislegt bragð af kjöbollunum“ en „Fiskbollan vond“

Morgunmatur 8. apríl
Ab mjólk, musli, heilhveitibrauð með osti, agúrku og tómat, appelsína

Mjög gott.

Hádegisverður 8. apríl
Steiktar kjötbollur, steinseljukartöflur, blómkál, brún sósa, ávaxtasalat

Mjög gott, æðislegt bragð af bollunum og sósan afargóð, salat gott.

Miðdegishressing 8. apríl
Flatkaka með osti og djús

Fínt.

Kvöldmatur 8. apríl
Fiskibolla, hrísgrjón, köld sósa, spergilkál, fjallagrasamjólk

Fiskibollan vond annað mjög gott.

Kvöldhressingu 8. apríl
Banani og djúsglas

Flott.

Morgunverður 9. apríl
Ab mjólk, musli, gróft brauð, ostur, agúrka, tómatur, appelsína

Mjög gott.

Hádegisverður 9. apríl
Svínasteik með kartöflum, brúnni sósu, spergilkáli, hrísgrjónagrautur með kanilsykri

Frábær matur.

Miðdegishressing 9. apríl
Heilhveitibrauðsneið með smurosti

Fínt.

Kvöldmatur 9. apríl
Soðinn lax, sítrónusósa, kartöflur, gulrætur og grænar baunir, kjötseyði

Prýðilegt, lax svolítið þurr og sósan frekar bragðdauf.

Kvöldhressing 9. apríl
Hafrakex með osti djús

Mjög gott.

Föstudagur: „…Vel útilátið af fiski, mjög vel eldaður“

Morgunmatur 10. apríl
Ab mjólk, musli, heilhveitibrauð, ostur, agúrka, tómatur, epli

Prýðilegt.

Hádegisverður 10. apríl
Soðinn fiskur, hvít sósa, hýðisgrjón, gulrætur, salat með iceberg og aðallega gulrótum, spergilkáls og blómkálssúpa með grófu rúnstykki

Vel útilátið af fiski, mjög vel eldaður, salatið þurrt og óspennandi að öðru leyti gott.

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið