Vertu memm

Frétt

Endurnýjun og umbætur í eldhúsi og matsölum Landspítala

Birting:

þann

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í eldhúsi og matsölum Landspítala undanfarna mánuði

Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari hugar að salatbarnum

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í eldhúsi og matsölum Landspítala undanfarna mánuði. Starfsfólk eldhússins hefur ekki farið í varhluta af óhjákvæmilegu raskinu og sýnt mikla þolinmæði gagnvart mjög krefjandi vinnuaðstæðum.

Skrunið niður til að horfa á myndband.

Sigrún Hallgrímsdóttir deildarstjóri og Elísabet Katrín Friðriksdóttir, rekstrarstjóri framleiðslueldhús og uppþvottar, segja hérna frá framkvæmdunum í bakvinnslunni og því sem framundan er út á við, en mikil yfirhalning á matsölum með svokölluðu ELMA-verkefni stendur nú fyrir dyrum.

Meðal verkefna að tjaldabaki í eldhúsinu má nefna endurnýjun á uppþvottarými þar sem rafmagnsuppþvottavél tók við af gufuknúinni. Einnig var tekin vagnaþvottavél í notkun, sem er mikið öryggisatriði, ásamt því sem gufupottum var skipt út fyrir rafmagnspotta og mun betri förgun og meðferð er nú á lífrænum úrgangi.

ELMA snýst fyrst og fremst um að þjónusta starfsfólk betur hvað snertir mat og felur í sér margvíslegar umbætur. Til dæmis sjálfsskömmtun í stærri sölunum og þróun þjónustu í minni sölum. Opnunartími verður rýmkaður og vöruframboðið bætt. Enn fremur verður í auknum mæli hugað að því að bjóða gestum á sjúkrahúsinu upp á þjónustu í matsölum.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið