Vertu memm

Markaðurinn

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi – Myndir

Birting:

þann

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi - Myndir

Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema Hótels- og Matvælaskólans ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.

Garðyrkjustöðin Kinn í Hveragerði var heimsótt og skoðuð ræktun á hinu sívinsæla Pak choi, síðan lá leiðin í Ártanga í Grímsnesi þar sem fersk krydd glæddu augu og bragðlauka.

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi - Myndir

Friðheimar tóku svo vel á móti þeim, gróðurhús skoðuð og kynning á því sem fram fer í stóreldhúsi Friðheima sem eldar súpur og annað góðgæti fyrir hundruð þúsundir gesta ár hvert.

Síðan lá leiðin í garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum og paprikuræktun skoðuð. Flúðasveppir voru næstir í röðinni og farið vel yfir þá margþættu ræktun sem á sér stað.

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi - Myndir - Tómatar - Friðheimar

Garðyrkjustöðin Gróður á Flúðum tók svo á móti þeim og skoðuð var rækutn á hinum margrómuðu Sólskinstómötum og forsáning á Sellerí kynnt fyrir þeim. Að lokum var komið við í Silfurtúni á Flúðum þar sem mátti gæða sé á ljúffengum íslenskum jarðarberjum.

Dagurinn var vel heppnaður í alla staði og þakkar Sölufélag garðyrkjumanna matreiðslunemum og kennurum sérstaklega fyrir daginn.

Myndir: Íslenskt.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Auglýsingapláss

Taggaðu okkur á IG

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið