Keppni
Matreiðslumaður ársins 2014
Keppnin um matreiðslumann ársins 2014 verður haldin í Hótel og Matvælaskólanum í Kópavogi helgina 19 -21 september næstkomandi. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Forkeppni þar sem keppendur mega koma með eins mikið forunnið/eldað og þeir vilja. Keppendur fá klukkutíma í undirbúning og svo 50 mín í skil á næsta rétt.
Fimm efstu sætin úr forkeppninni keppa svo til úrslita og verður keppnisfyrirkomulagið leynikarfa „Mistery Basket“ sem kynnt verður daginn fyrir úrslitakeppnina. Keppendur hafa 5klst. í undirbúning og 50 mín. á milli rétta. Ekki verður leyfilegt að hafa neitt hráefni með í úrslitin. Keppendur í úrslitum mega hafa með sér aðstoðarmann 23 ára eða yngri og má hann ekki hafa lokið sveinsprófi. Ekki verður heimilt að hafa með sér aðstoðarmann í forkeppnina.
Dæmt verður eftir alþjóðareglum World Chefs, sjá nánar hér.
Forkeppni 19 september 2014
- Keppendur elda forrétt og aðalrétt fyrir 10 manns.
- Foréttur: Skötuselskinn, humar og fennika
- Aðalréttur: Kálfahryggvöðvi, kálfabris og hnúðkál
Úrslit 21. september 2014
- Leynikarfa sem verður kynnt verður keppendum laugardaginn 20.sept. á keppnisstað
Skráningu lýkur 12 sept. 2014 og verður dómarafundur haldin sama dag í MK kl 16.00. skráning fer fram á matur.keppni@gmail.com eða í meðfylgjandi eyðublaði hér.
Keppnisgjald 30.000kr. greiðist inn á reikning Klúbb Matreiðslumeistara, gjaldið verður að greiðast áður en skráningarfrestur rennur út.
Kt: 571091-1199 Banki: 0513-26-406407. Þegar keppnisgjald er greitt er mikilvægt að fram komi fyrir hvern greitt sé og staðfesting send á netfangið matur.keppni@gmail.com
Fyrir hönd KM
Keppnisnefnd KM

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata