Frétt
Mathús og Optical Studio hlutu þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar
Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun veitingastaða í hlut Mathúsar, sem rekið er af Lagardére og þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical Studio.
Niðurstaðan nú, sem fyrr, byggir á markaðsrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli.
Isavia hefur síðustu ár verðlaunað rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli fyrir framúrskarandi þjónustu. Verslanir og veitingastaðir eru verðlaunaðir fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flugvöllinn. Litið er meðal annars til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini og hvort bæði vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar.
Isavia leggur áherslu á góða þjónustu við ferðafólk í flugstöðinni. Rekstraraðilar eru í beinum tengslum við farþega og eru hvattir til að tryggja sem besta þjónustu. Liður í því eru þjónustunámskeið og verðlaun fyrir vel unnin störf.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






