Viðtöl, örfréttir & frumraun
Listin smökkuð til – Jakob: „Gaman að taka þátt í þessu“
Nú á dögunum fór Jakob H. Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins til Vejle í Danmörku til að taka þátt í sýningunni Smag på kunsten, Bragðað á listinni. Smag på kunsten er haldin er annað hvert ár og er þetta í annað sinn sem að Jakob tekur þátt.
Markmið sýningarinnar er að færa hefðbundna listsköpun og matreiðslu saman. Matargerð er jú list og öll listsköpun er undir áhrifum frá annari.
„Ég vann með frábærri listakonu sem heitir Lisbeth Marie Nörhede og er portretmálari og er frá Vejle.“
Sagði Jakob í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um viðburðinn.
„Í þessu tilfelli valdi hún hörpuskelina sem var með silungatartar, sýrðum rjóma, fjallagrösum og söl. Ég gerði tvær útfærslur og síðan þriðja diskinn sem var spaghettigrænmeti á salati með silung, villisveppum, íslenskri berja og jurtasaft, fjallagrösum og söl.“
Á meðan Jakob eldaði og Lisbeth málaði spilaði gítarleikari falleg lög.
Það er Per Mandrup matreiðslumeistari, sem margir fagmenn á Íslandi þekkja, er sá sem heldur utan um Smag på kunsten.
„Við vorum nokkrir matreiðslu, myndlista og tónlistarmenn sem tóku þátt í þessu. Síðan var „Folkefest“ sem Danirnir kalla, um kvöldið og var 300 manna langborði komið fyrir á göngugötunni. Grillað svína-, og geitakjöt í boði borgarstjórans. Gaman að taka þátt í þessu.“
Sagði Jakob að lokum.
Aðsendar myndir: úr einkasafni / Jakob H. Magnússon
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati