Uppskriftir
Lifrarpylsa
Innihald:
1 kg lambalifur (ca. 2 lifrar)
450 gr rúgmjöl
250 gr nýru (eða 4 stk.)
150 gr haframjöl
150 gr hveiti
750 gr mjólk
500 gr mör
40 gr salt
Aðferð:
Lifur og nýru eru hökkuð í hakkavél, 1. – 2. svar sinnum.
Öllu blandað saman nema mörnum.
Úr þessu verður þykkur jafningur, sem látinn er í keppina ásamt dálitlum mör, sem er smátt saxaður.
Pikkið í keppina með prjóni þegar þið hafið saumað þá saman og látið í sjóðandi vatn, sem búið er að salta dálítið.
Keppirnir eru einnig pikkaðir stöku sinnum á meðan á suðunni stendur yfir eða þegar ykkur sýnast þeir fara að bólgna.
Suðutími 3 klukkustundir.
Wikimedia Commons. Slátur. Höfundur myndar er Navaro. Birt undir CC BY-SA 3.0-leyfi.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið