Uppskriftir
Lifrarpylsa
Innihald:
1 kg lambalifur (ca. 2 lifrar)
450 gr rúgmjöl
250 gr nýru (eða 4 stk.)
150 gr haframjöl
150 gr hveiti
750 gr mjólk
500 gr mör
40 gr salt
Aðferð:
Lifur og nýru eru hökkuð í hakkavél, 1. – 2. svar sinnum.
Öllu blandað saman nema mörnum.
Úr þessu verður þykkur jafningur, sem látinn er í keppina ásamt dálitlum mör, sem er smátt saxaður.
Pikkið í keppina með prjóni þegar þið hafið saumað þá saman og látið í sjóðandi vatn, sem búið er að salta dálítið.
Keppirnir eru einnig pikkaðir stöku sinnum á meðan á suðunni stendur yfir eða þegar ykkur sýnast þeir fara að bólgna.
Suðutími 3 klukkustundir.
Wikimedia Commons. Slátur. Höfundur myndar er Navaro. Birt undir CC BY-SA 3.0-leyfi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði