Vertu memm

Frétt

Kokkur fyrir okkur? – Saffran leitar að yfirkokki

Birting:

þann

Saffran - Auglýsing

  • Gleðipinnar leggja höfuðáherslu á gæði matar og þjónustu, vöruþróun og spennandi nýjungar.
  • Saffran staðirnir orðnir tveir í stað fjögurra. Áherslan á ást og stöðugleika.

Saffran leitar að metnaðarfullum yfirkokki

Saffran var opnaður árið 2009 og hefur síðan þá notið stöðugra vinsælda hjá þeim sem kjósa heilsusamlegan, framandi og safaríkan mat. Frá því að Gleðipinnar tóku við rekstrinum hefur verið ráðist í spennandi vöruþróun í samstarfi við meistarakokkana Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson. Sú vöruþróun stendur enn yfir og nú leitar Saffran að nýjum yfirkokki sem kemur til með að leiða áframhaldandi gæðaumbætur og tryggja ferskleika og stöðugleika á Saffran stöðunum tveimur.

Saffran staðirnir orðnir tveir í stað fjögurra

Upprunalegi Saffran staðurinn var opnaður í Glæsibæ árið 2009 og sló hann samstundis í gegn. Á næstu árum fjölgaði Saffran stöðunum í fjóra en nú eru þeir orðnir tveir, á Dalvegi og í Glæsibæ.

„Það hefur margt breyst á veitingamarkaði á síðustu misserum. Við höfum fækkað Saffran stöðunum úr fjórum í tvo og lítum á það sem mikið tækifæri. Tækifærið felst í því að það er auðveldara að halda fókus og stöðugleika og að gera gott en betra. Þetta snýst ekki um að reka sem flesta staði, heldur um að allir staðirnir séu 100% þegar kemur að gæðum matar og þjónustu“,

segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Spennandi tímar framundan

Saffran hefur sett á matseðil nýja og spennandi rétti undanfarið sem eru afrakstur vöruþróunarvinnu sem þeir Viktor Örn og Hinrik Lárusson hafa leitt.

„Samstarfið við Hinrik og Viktor hefur verið frábært. Þeir eru miklir meistarakokkar og snillingar. En þeir eru afar uppteknir menn, bæði með veisluþjónustuna og nýju Sælkerabúðina á Bitruhálsinum. Þess vegna erum við að leita að yfirkokki til þess að taka við keflinu og klára verkefnið“

, bætir Jóhannes við.

Hefur þú áhuga á að verða yfirkokkur á Saffran? Kynntu þér málið á vefsíðu Gleðipinna, www.gledipinnar.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið