Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið sýnir yfir 30 rétti í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg

Birting:

þann

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

Keppnin í kalda borðinu er hafin hjá Kokkalandsliðinu en liðið hefur verið síðustu tvo sólarhringa að undirbúa alla réttina á kalda borðið sem nú hefur verið stillt upp í keppnishöllinni í Lúxemborg. Á borðinu eru yfir 30 réttir ásamt sykurskreytingarverki. Í keppninni eru gerðar miklar kröfur um fjölbreytt og fagleg vinnubrögð, útlit og hráefnisnotkun þar sem hvert smáatriði skiptir máli. Borðbúnaðurinn er einnig mikilvægur en hann er unnin úr rekaviði, keramiki, postulíni, silfri og gulli.

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota íslenskt hráefni í réttina sína. Á sýningarborðinu eru þrír forréttir, fjölbreyttir veisluréttaplattar, fimm rétta veislumatseðill, grænmetismatseðill, fingrafæði og margvíslegir eftirréttir og súkkulaði. Liðið hóf að undirbúa uppskriftir að réttunum fyrir 18 mánuðum. Innblásturinn er sóttur í Ísland og það sem land elda og ís gefur okkur, þar á meðal hreina náttúru, rekaviðinn úr sjónum, hraunið, hrafntinnuna og stuðlabergið.

Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum í heimsmeistaramótinu í matreiðslu, Culinary World Cup, sem fram fer í Lúxemborg. Í fyrri keppnisgreininni fékk Kokkalandsliðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Úrslit í keppninni allri ráðast á fimmtudaginn þegar öll 56 löndin hafa keppt í ýmsum greinum.

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

KaldaBordid-005

Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson VOX, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Garðar Kári Garðarsson Strikið, Daníel Cochran Kolabrautin, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar og María Shramko sykurskreytingarmeistari.

Hægt er að fylgjast með Kokkalandsliðinu á vefsíðu liðsins www.kokkalandslidid.is og samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

Ljósmyndir: Sveinbjörn Úlfarsson

/Margrét Sigurðardóttir

Viðburðir

desember, 2022

Auglýsingapláss

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið