Smári Valtýr Sæbjörnsson
Klúbbur matreiðslumeistara eldaði íslenska kjötsúpu fyrir Ísland

F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.
Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.
Fjöldi kokka úr Klúbbi matreiðslumeistara reiddi fram hefðbundna íslenska kjötsúpu fyrir landsmenn á 48 fjöldahjálparstöðvum um allt land í æfingu Rauða krossins í gær sem bar yfirskriftina Eldað fyrir Ísland.
Í tilefni af Alþjóðadegi matreiðslumeistara 20. október tók klúbburinn þátt í landsæfingunni og beinir þar með sjónum að mikilvægi matreiðslunnar ef hættuástand skapast í landinu. Þar skiptir máli að fagmenn komi að því skipulagi ef raunverulegt neyðarástand verður.
Meðfylgjandi myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson ljósmyndari á einni hjálparstöðinni, nánar tiltekið í Víðisstaðaskóla í Hafnarfirði.
Efsta mynd: Smári
Aðrar myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
![]()
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir10 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
















