Smári Valtýr Sæbjörnsson
Klúbbur matreiðslumeistara eldaði íslenska kjötsúpu fyrir Ísland

F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.
Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.
Fjöldi kokka úr Klúbbi matreiðslumeistara reiddi fram hefðbundna íslenska kjötsúpu fyrir landsmenn á 48 fjöldahjálparstöðvum um allt land í æfingu Rauða krossins í gær sem bar yfirskriftina Eldað fyrir Ísland.
Í tilefni af Alþjóðadegi matreiðslumeistara 20. október tók klúbburinn þátt í landsæfingunni og beinir þar með sjónum að mikilvægi matreiðslunnar ef hættuástand skapast í landinu. Þar skiptir máli að fagmenn komi að því skipulagi ef raunverulegt neyðarástand verður.
Meðfylgjandi myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson ljósmyndari á einni hjálparstöðinni, nánar tiltekið í Víðisstaðaskóla í Hafnarfirði.
Efsta mynd: Smári
Aðrar myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
















