Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Klúbbur matreiðslumeistara eldaði íslenska kjötsúpu fyrir Ísland

Birting:

þann

F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.  Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.

F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.
Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.

Fjöldi kokka úr Klúbbi matreiðslumeistara reiddi fram hefðbundna íslenska kjötsúpu fyrir landsmenn á 48 fjöldahjálparstöðvum um allt land í æfingu Rauða krossins í gær sem bar yfirskriftina Eldað fyrir Ísland.

Í tilefni af Alþjóðadegi matreiðslumeistara 20. október tók klúbburinn þátt í landsæfingunni og beinir þar með sjónum að mikilvægi matreiðslunnar ef hættuástand skapast í landinu.  Þar skiptir máli að fagmenn komi að því skipulagi ef raunverulegt neyðarástand verður.

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson ljósmyndari á einni hjálparstöðinni, nánar tiltekið í Víðisstaðaskóla í Hafnarfirði.

Eldað fyrir Ísland - Klúbbur matreiðslumeistara og Rauði kross Íslands - 2014

 

Efsta mynd: Smári

Aðrar myndir: Sveinbjörn Úlfarsson

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið