Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kjötsúpuhátíð um Verslunarmannahelgina á Hesteyri

Birting:

þann

Hesteyri

Um Verslunarmannahelgina verður hin sívinsæla Kjötsúpuhátíð á Hesteyri haldin hátíðleg. Hátíðin fer fram á laugardeginum um Verslunarmannahelgi hvert ár. Það eru Hrólfur Vagnsson og aðstoðarfólk hans sem matreiða Kjötsúpuna eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur.

Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnuköku með sykri og svo verður hin skemmtilegasta dagskrá sem Birna Hjaltalín Pálmadóttir mun stýra. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.

Það verður siglt frá Bolungarvík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS 95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund.

Nánari upplýsingar um Kjötsúpuhátíðina á Hesteyri hér.

Mynd: hesteyri.net

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið