Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kaffihúsið Auðkúla opnar
Það er sannkallaður ævintýra- heimur að koma til hjónanna Birnu Berndsen og Páls Benediktssonar í Auðkúlu við Hellu. Nýlega opnuðu þau kaffihús í innigarði kúluhússins sem þau búa í og stendur við árbakka Ytri-Rangár.
Þau keyptu kúluhúsið og jörðina fyrir rúmu ári síðan af Gerði Jónasdóttur, sem lést á dögunum. Hún byggði húsið árið 1993 og plantaði nokkur hundruð tegundum af trjám og runnum, sem hún ræktaði meira og minna sjálf upp af fræjum.
Auðkúla er kaffihús og safn og glæsilegur töfraskógur sem umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.
Á matseðli er súrdeigsbrauð með áleggi, vöfflur, kökur og uppáhellt kaffi. Allt heimatilbúið nema súrdeigsbrauðið frá Almari bakara sem hefur fallið vel í kramið.
„Við fluttum hingað af Miklubrautinni í Reykjavík í fyrra og þetta kom nokkuð fljótlega til okkar, þessi hugmynd um að leyfa fleirum að njóta töfraheimsins sem þessi staður býr yfir. Við köllum skóginn hér Gerðarmörk.
Kaffihúsið opnuðum við á þjóðhátíðardaginn 17. júní og það er í raun búið að vera brjálað að gera og gengið framar vonum,“
segir Birna í samtali við Bændablaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér.
Auðkúla er kaffihús og safn og glæsilegur töfraskógur sem umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.
Myndir: audkula.is
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka