Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kaffihúsið Auðkúla opnar
Það er sannkallaður ævintýra- heimur að koma til hjónanna Birnu Berndsen og Páls Benediktssonar í Auðkúlu við Hellu. Nýlega opnuðu þau kaffihús í innigarði kúluhússins sem þau búa í og stendur við árbakka Ytri-Rangár.
Þau keyptu kúluhúsið og jörðina fyrir rúmu ári síðan af Gerði Jónasdóttur, sem lést á dögunum. Hún byggði húsið árið 1993 og plantaði nokkur hundruð tegundum af trjám og runnum, sem hún ræktaði meira og minna sjálf upp af fræjum.
![Auðkúla við Hellu](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/08/audkula-4-1024x768.jpg)
Gerður Jónasdóttir, fyrrum eigandi Auðkúlu hófst handa rúmlega sextug við að byggja kúluhúsið og planta ævintýraskógi í kringum það. Í rúmlega þrjátíu ár hugsaði hún um gróðurinn af natni og umhyggju og ber hann þess svo sannarlega merki – enda plöntuflóran þvílík.
Mynd: bbl.is
Auðkúla er kaffihús og safn og glæsilegur töfraskógur sem umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.
Á matseðli er súrdeigsbrauð með áleggi, vöfflur, kökur og uppáhellt kaffi. Allt heimatilbúið nema súrdeigsbrauðið frá Almari bakara sem hefur fallið vel í kramið.
„Við fluttum hingað af Miklubrautinni í Reykjavík í fyrra og þetta kom nokkuð fljótlega til okkar, þessi hugmynd um að leyfa fleirum að njóta töfraheimsins sem þessi staður býr yfir. Við köllum skóginn hér Gerðarmörk.
Kaffihúsið opnuðum við á þjóðhátíðardaginn 17. júní og það er í raun búið að vera brjálað að gera og gengið framar vonum,“
segir Birna í samtali við Bændablaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér.
Auðkúla er kaffihús og safn og glæsilegur töfraskógur sem umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.
Myndir: audkula.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati