Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslensk saltfiskveisla á sjávarútvegssýningu í Katalóníu – Einar Björn töfrar fram fiskrétti fyrir gesti – Myndir

Birting:

þann

Íslensk saltfiskveisla á sjávarútvegssýningu í Katalóníu á Spáni

Einar Björn Árnason

Rúmlega 100 veitingastaðir í Katalóníu-héraði á Spáni munu kynna íslenskan saltfisk undir slagorðinu Tellem el Bacallá (Katalónska: Smakkaðu saltfiskinn), og bjóða upp á saltfisk frá Íslandi á matseðli sínum næsta mánuð.

Kynningin, sem er samstarf milli markaðsverkefnisins Bacalao de Islandia, Estrella Damm bjórframleiðandans og Félags saltfiskútvatnara á Spáni, hófst nú í vikunni og stendur til 5. júní.

Þetta er í fimmta skipti sem þessir aðilar taka saman höndum um að kynna íslenskan saltfisk á Spáni, en kynningin í ár er þó sú veigamesta sem ráðist hefur verið í til þessa, en aldrei hafa fleiri veitingastaðir tekið þátt.

Íslensk saltfiskveisla á sjávarútvegssýningu í Katalóníu á Spáni

Kynningin fer fram samhliða upphaf stórrar alþjóðlega sjávarútvegs- og sjávarútvegstæknisýningar fer fram í Barcelona. Alls eru 27 íslensk fyrirtæki stödd á sýningunni að þessu sinni til þess að hitta kaupendur og mynda ný viðskiptatengsl.
Alls eru um 26.000 manns sem sækja sýninguna, þar af um 15.000 kaupendur.

Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem þessi sýning fer fram vegna heimsfaraldursins og í fyrsta skipti sem hún er haldin í Barcelona. Sama sýning hefur fram til þessa farið fram í Brussel og verið árviss viðburður á meðal margra fyrirtækja í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni.

Íslensk saltfiskveisla á sjávarútvegssýningu í Katalóníu á Spáni

Nemendur úr hinum virta CETT matreiðsluskóla í Barcelona

Með í för á sýningunni er Einar Björn Árnason, yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum sem töfrar fram fiskrétti fyrir gesti sýningarinnar en tekur einnig á móti nemendum úr hinum virta CETT matreiðsluskóla í Barcelona.

Þá heimsótti Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands á Spáni sýningarsvæðið og kynnti sér starfsemi íslensku fyrirtækjanna á svæðinu.

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslensku fyrirtækjanna á sýningunni, ásamt því að reka markaðsverkefnið Bacalao de Islandia, sem starfrækt hefur verið frá því 2013.

„Það er mikil stemming í hópi íslenskra sýnenda og augljóst að fólk gleðst yfir því að geta hitt fólk á ný í eigin persónu eftir langt hlé. Það er stöðug ös af fólki á íslensku sýningarsvæðin og mikill áhugi á þeim vörum sem íslendingar eru að kynna hérna.“

Segir Björgvin Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs hjá Íslandsstofu.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið