Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gordon Ramsay opnar veitingastað á Íslandi – Verður með atvinnuviðtal í dag

Birting:

þann

Laugavegur 59

Nostra er nýr veitingastaður á Laugavegi 59 á annarri hæð.
Framkvæmdir í fullum gangi.

Gordon Ramsay

Kjaftfori kokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur hér á Íslandi og er í óða önn að undirbúa opnun á nýjum veitingastað á Laugavegi 59 á annarri hæð.

Öllum er gefin séns á að starfa hjá meistaranum og er hægt að fara í atvinnuviðtal á staðnum frá klukkan 11:00 til klukkan 16:00 í dag.

„Við erum að leita að fagaðilum og metnaðarfullum nemum“

, sagði Hörður Ellert Ólafsson, einn af rekstraraðilum Nostra í samtali við veitingageirinn.is.

Hér er um að ræða fine dining veitingastað sem hefur fengið nafnið Nostra og tekur hann um 70 manns í sæti í veitingasal og 35 í lounge.  Sérstaða veitingastaðarins verða settir seðlar með tengingu við hráefnissögu Íslands.

 

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið