Markaðurinn
Gleðilegan Ostóber – Tími til að njóta osta – spennandi nýjungar
Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta þar sem gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta er fagnað og landsmenn eru hvattir til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð. Það er óhætt að segja að Ostóber hafi fest sig í sessi enda fullkominn tími til hafa það huggulegt heima og njóta osta með fjölskyldu og vinum.
Í Ostóber kynnir MS til leiks fjölbreyttar nýjungar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, enda nýjungarnar eins ólíkar og þær eru margar. Ostakaka með karamellukurli, rjómaostur með tómötum og basilíku og tvíliti cheddar osturinn Marmari eru þrjár ólíkar og spennandi nýjungar sem koma í verslanir í tilefni Ostóber og til viðbótar var ákveðið að setja aftur á markað þrjá Ostóberosta sem landsmenn fengu að kynnast á síðasta ári.
Það munu því eflaust margir taka því fagnandi að Hektor með jalapeno, Dala Auður með chili og Stout gráðaostur eru allir á leið í verslanir í október.
Við hvetjum ykkur til að gera vel við ykkur í Ostóber og njóta osta með fjölskyldu og vinum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






