Markaðurinn
Gleðilegan Ostóber – Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan
Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta þar sem gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta er fagnað og landsmenn eru hvattir til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð.
Það er óhætt að segja að Ostóber hafi fest sig í sessi enda fullkominn tími til hafa það huggulegt heima og njóta osta með fjölskyldu og vinum.
Í Ostóber kynnir MS til leiks fjölbreyttar nýjungar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, enda nýjungarnar eins ólíkar og þær eru margar.
- Ostakaka með karamellukurli,
- Rjómaostur með tómötum og basilíku
- Tvíliti cheddar osturinn Marmari
Ofantaldar vörur eru þrjár ólíkar og spennandi nýjungar sem koma í verslanir í tilefni Ostóber.
Til viðbótar var ákveðið að setja aftur á markað þrjá Ostóberosta sem landsmenn fengu að kynnast á síðasta ári og því munu eflaust margir taka komu þeirra fagnandi
- Hektor með jalapeno
- Dala Auður með chili
- Stout gráðaostur
Gerum vel við okkur í Ostóber því nú er tími til að njóta osta.
Frekari upplýsingar um Ostóber ostana okkar má finna með því að smella hér.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar