Markaðurinn
Gamli rjómaosturinn frá MS er nú fáanlegur á ný
Rjómaosturinn frá MS nýtur mikilla vinsælda en hann hentar frábærlega í matargerð og bakstur svo eitthvað sé nefnt. Nýr og mýkri rjómaostur var kynntur fyrir landsmönnum í vor og hefur hann hlotið einstaklega góðar viðtökur þrátt fyrir smá hnökra í upphafi framleiðslunnar.
Til að koma til móts við sem flesta neytendur var ákveðið að setja gamla rjómaostinn aftur á markað og verður hann fáanlegur í verslunum samhliða þeim nýja. Gamli rjómaosturinn er stífari en sá nýi og hentar einkar vel í eðlur, ídýfur og aðra heita rétti.
Gamli rjómaosturinn kemur í 200 g umbúðum og vonum við að neytendur sem hafa saknað þess gamla geti nú tekið gleði sína á ný.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






