Vertu memm

Uppskriftir

Gæsalæraconfit

Birting:

þann

Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumaður

Friðgeir Ingi Eiríksson

Innihald:

10 gæsalæri (andalæri eru einnig góð í þessa uppskrift)
2 pokar klettasalat
1-2 flöskur af Sandhóls repjuolíu

Innihald í marineringu:
500 gr gróft salt
50 gr sykur
5 stk svört piparkorn
1/2 stk kanilstöng
3 stk einiber
3 stk negulnaglar
3 stk hvítlauksgeirar
3 stk lárviðarlauf
ferskt timian

Innihald í salatdressingu:
2 dl olía
2 dl rauðvín
1 tsk Dijon sinnep
2 msk hindberjaedik
1 tsk hunang

Aðferð:
Allt hráefni í marineringu er sett í matvinnsluvél og blandað í u.þ.b. 30 sekúndur. Setjið hluta blöndunnar í form eða mót og leggið læri ofan á. Stráið blöndunni yfir lærin. Það er í lagi að stafla lærum ofan á en gæta þarf að því að lærin séu hjúpuð kryddblöndunni. Setið í kæli í tvær klukkustundir. Skolið eftir tvo tíma og þerrið vel.

Lærin eru sett í eldfast mót og olíu er hellt yfir svo að það fljóti yfir lærin. Eldið við 100°C í 2,5-3 klst. Takið lærin úr mótinu og látið olíu leka vel af.

Klettasalat er dreift á fat og gæsalæri sett ofan á.

Salatdressing er gerð þannig að rauðvín er soðið niður þar til að 1-2 msk verða eftir. Öllu hráefni er síðan blandað saman, sett í krukku og hrist. Borið fram með réttinum.

Hægt er að borða þetta sem aðalrétt, en einnig er eitt gæsalæri tilvalinn forréttur á mann.

Nánari upplýsingar um Confit er hægt að lesa með því að smella hér.

© Höfundur er Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumaður.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið