Uppskriftir
Gæsalæraconfit
Innihald:
10 gæsalæri (andalæri eru einnig góð í þessa uppskrift)
2 pokar klettasalat
1-2 flöskur af Sandhóls repjuolíu
Innihald í marineringu:
500 gr gróft salt
50 gr sykur
5 stk svört piparkorn
1/2 stk kanilstöng
3 stk einiber
3 stk negulnaglar
3 stk hvítlauksgeirar
3 stk lárviðarlauf
ferskt timian
Innihald í salatdressingu:
2 dl olía
2 dl rauðvín
1 tsk Dijon sinnep
2 msk hindberjaedik
1 tsk hunang
Aðferð:
Allt hráefni í marineringu er sett í matvinnsluvél og blandað í u.þ.b. 30 sekúndur. Setjið hluta blöndunnar í form eða mót og leggið læri ofan á. Stráið blöndunni yfir lærin. Það er í lagi að stafla lærum ofan á en gæta þarf að því að lærin séu hjúpuð kryddblöndunni. Setið í kæli í tvær klukkustundir. Skolið eftir tvo tíma og þerrið vel.
Lærin eru sett í eldfast mót og olíu er hellt yfir svo að það fljóti yfir lærin. Eldið við 100°C í 2,5-3 klst. Takið lærin úr mótinu og látið olíu leka vel af.
Klettasalat er dreift á fat og gæsalæri sett ofan á.
Salatdressing er gerð þannig að rauðvín er soðið niður þar til að 1-2 msk verða eftir. Öllu hráefni er síðan blandað saman, sett í krukku og hrist. Borið fram með réttinum.
Hægt er að borða þetta sem aðalrétt, en einnig er eitt gæsalæri tilvalinn forréttur á mann.
Nánari upplýsingar um Confit er hægt að lesa með því að smella hér.
© Höfundur er Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumaður.
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni4 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Frétt2 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…