Uppskriftir
Fondant kartöflur – Vídeó
Ofnhiti: 200 °C (með blæstri)
Innihald:
4 stk bökunarkartöflur (um 800 gr.)
2 msk grænmetisolía
3 msk ósaltað smjör
2 hvítlauksrif (afhýdd og skorin í grófa bita)
2 timiangreinar
240 ml kjúklingasoð (notið bragðmikið soð, ca. 2 kjúklingateningar fyrir 240 ml.)
½ tsk salt
¼ tsk svartur pipar
Aðferð:
Afhýðið kartöflurnar og brúnið þær á pönnu með olíu, smjörinu og timian þar til gullinbrúnar. Raðið kartöflunum síðan í eldfast mót og hellið soðinu yfir þannig að það nái upp á miðjar kartöflurnar.
Bakið kartöflurnar í ofni við 200°C í ca. 35–40 mín. Athugið hvort kartöflurnar eru steiktar með því að stinga prjóni í þær. Ef engin fyrirstaða er, þá eru þær tilbúnar.
Rétt áður en borið fram, stráið fersku timian og Maldon salt yfir Fondant kartöflurnar.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






