Uppskriftir
Fondant kartöflur – Vídeó
Ofnhiti: 200 °C (með blæstri)
Innihald:
4 stk bökunarkartöflur (um 800 gr.)
2 msk grænmetisolía
3 msk ósaltað smjör
2 hvítlauksrif (afhýdd og skorin í grófa bita)
2 timiangreinar
240 ml kjúklingasoð (notið bragðmikið soð, ca. 2 kjúklingateningar fyrir 240 ml.)
½ tsk salt
¼ tsk svartur pipar
Aðferð:
Afhýðið kartöflurnar og brúnið þær á pönnu með olíu, smjörinu og timian þar til gullinbrúnar. Raðið kartöflunum síðan í eldfast mót og hellið soðinu yfir þannig að það nái upp á miðjar kartöflurnar.
Bakið kartöflurnar í ofni við 200°C í ca. 35–40 mín. Athugið hvort kartöflurnar eru steiktar með því að stinga prjóni í þær. Ef engin fyrirstaða er, þá eru þær tilbúnar.
Rétt áður en borið fram, stráið fersku timian og Maldon salt yfir Fondant kartöflurnar.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín