Vertu memm

Uppskriftir

Fondant kartöflur – Vídeó

Birting:

þann

Fondant kartöflur

Ofnhiti: 200 °C (með blæstri)

Innihald:

4 stk bökunarkartöflur (um 800 gr.)
2 msk grænmetisolía
3 msk ósaltað smjör
2 hvítlauksrif (afhýdd og skorin í grófa bita)
2 timiangreinar
240 ml kjúklingasoð (notið bragðmikið soð, ca. 2 kjúklingateningar fyrir 240 ml.)
½ tsk salt
¼ tsk svartur pipar

Aðferð:

Afhýðið kartöflurnar og brúnið þær á pönnu með olíu, smjörinu og timian þar til gullinbrúnar. Raðið kartöflunum síðan í eldfast mót og hellið soðinu yfir þannig að það nái upp á miðjar kartöflurnar.

Bakið kartöflurnar í ofni við 200°C í ca. 35–40 mín. Athugið hvort kartöflurnar eru steiktar með því að stinga prjóni í þær. Ef engin fyrirstaða er, þá eru þær tilbúnar.

Rétt áður en borið fram, stráið fersku timian og Maldon salt yfir Fondant kartöflurnar.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið