Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flott umfjöllun um Hótel Geysi og Bjarka Hilmarsson matreiðslumeistara
Á einu fallegasta hóteli landsins er stórkostlegan veitingastað að finna. Hér nýtur þú matarins á hverasvæði sem geymir náttúruundrið Geysi.
Svona hefst skemmtileg og áhugaverð umfjöllun á mbl.is um Hótel Geysi og matreiðslumeistarann Bjarka Hilmarsson.
Þegar nýtt hótel er í byggingu hlýtur yfirkokkur staðarins að fá einhverju um það ráðið hvernig eldhúsið lítur út – eða hvað?
„Jú, ég fékk alveg að ráða hvernig hönnunin átti að vera og skipulagið. Ég hafði líka áhrif á hvar niðurföll og innstungur væru, því það er mikilvægt að vinnuaðstaðan henti þeim sem nota hana og umhverfinu. Þetta var skemmtilegt verkefni að fylgja.
Mér þykir hönnunin á salnum sjálfum líka mjög góð – við erum með opið eldhús sem gefur ákveðna dýpt í þetta. Það er gaman að vinna í opnu eldhúsi þar sem gestir fá innsýn í okkar vinnu og við getum fylgst með því þegar maturinn er borinn á borð. Andinn úr gamla íþróttaskólanum fylgir líka með, sem gerir veitingastaðinn sérstakan og viðmót starfsfólksins fullkomnar vinnudaginn,“
segir Bjarki í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um hótelið og veitingastaðinn hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann