Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flott umfjöllun um Hótel Geysi og Bjarka Hilmarsson matreiðslumeistara

Bjarki Ingþór Hilmarsson hefur verið yfirmatreiðslumeistari hótelsins í 27 ár.
Myndina tók Gunnar Páll Gunnarsson
Á einu fallegasta hóteli landsins er stórkostlegan veitingastað að finna. Hér nýtur þú matarins á hverasvæði sem geymir náttúruundrið Geysi.
Svona hefst skemmtileg og áhugaverð umfjöllun á mbl.is um Hótel Geysi og matreiðslumeistarann Bjarka Hilmarsson.
Þegar nýtt hótel er í byggingu hlýtur yfirkokkur staðarins að fá einhverju um það ráðið hvernig eldhúsið lítur út – eða hvað?
„Jú, ég fékk alveg að ráða hvernig hönnunin átti að vera og skipulagið. Ég hafði líka áhrif á hvar niðurföll og innstungur væru, því það er mikilvægt að vinnuaðstaðan henti þeim sem nota hana og umhverfinu. Þetta var skemmtilegt verkefni að fylgja.
Mér þykir hönnunin á salnum sjálfum líka mjög góð – við erum með opið eldhús sem gefur ákveðna dýpt í þetta. Það er gaman að vinna í opnu eldhúsi þar sem gestir fá innsýn í okkar vinnu og við getum fylgst með því þegar maturinn er borinn á borð. Andinn úr gamla íþróttaskólanum fylgir líka með, sem gerir veitingastaðinn sérstakan og viðmót starfsfólksins fullkomnar vinnudaginn,“
segir Bjarki í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um hótelið og veitingastaðinn hér.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl