Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Valdemar sæmdur Cordon Bleu orðu – Vel heppnaður KM fundur og fundargestir leystir út með gjöfum frá Innnes – Myndaveisla

Birting:

þann

Nóvemberfundur Klúbbs matreiðslumeistara norðurlands 2023

Valdemar Valdemarsson

Nóvemberfundur Klúbbs matreiðslumeistara Norðurlands var haldinn nú á dögunum í matsal Útgerðarfélags Akureyringa. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari mötuneytisins bauð upp á glæsilegan mat í samvinnu við Innnes og B.jensen kjötvinnslu.

Boðið var upp á kryddjurtahjúpaðann þorskhnakka í forrétt með grilluðu grænmeti og í aðalrétt var folaldalund með kartöflugratín, sveppum, blómkálsmauki og piparsósu.

Jakob Atlason vinnslustjóri ÚA var með létta kynningu á fiskvinnslunni og sagði frá starfseminni.

Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari og sölumaður hjá Innnes var með flotta kynningu á Oscar vörum og leysti út fundargesti með glaðning.

Valdemar Valdemarsson var veitt Cordon Bleu orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins. Þórir Erlingsson forseti klúbbsins og Bjarki Hilmarsson frá orðu og laganefnd veittu þessa viðurkenningu.

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið