Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sjóðheitt útgáfuboð fyrir Helvítis matreiðslubókina – Myndaveisla

Birting:

þann

Sjóðheitt útgáfuboð fyrir Helvítis matreiðslubókina

Hjónin og höfundarnir Þórey Hafliðadóttir og Ívar Örn Hansen (eða Helvítis kokkurinn og frú Helvítis)

Fullt var út úr dyrum á Kaffi Flóru þegar fram fór útgáfuhóf Helvítis matreiðslubókarinnar á dögunum.

„Við erum í skýjunum með viðtökurnar,“

segir Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, en bókina vann hann í samstarfi við eiginkonu sína, Þóreyju Hafliðadóttur.

Sjá einnig: Helvítis Matreiðslubókin er klárlega jólabókin í ár

Þættir Ívars hafa slegið í gegn á Stöð 2 og hafði hann varla undan að árita bækur.

Á meðan gestir biðu eftir áritun gátu þeir gætt sér á ljúffengum veitingum.

„Bókin er full af girnilegum uppskriftum og við buðum auðvitað upp á sýnishorn í boðinu,“

segir Ívar brosandi, en um er að ræða fyrstu bók þeirra hjóna.

Kaffi Flóra í Grasagarðinum hefur vaxið í vinsældum sem tónleika- og viðburðarstaður og skapaðist ákveðinn töfraljómi yfir hópnum sem fagnaði útkomu Helvítis matreiðslubókarinnar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið