Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Geggjuð veisla hjá Rúnari Marvins – Gunnar Páll: „…. þetta verður örugglega endurtekið“ – Myndir

Birting:

þann

Rúnar Marvinsson var gestakokkur á Hótel Holti

Rúnar Marvinsson var gestakokkur á Hótel Holti, fimmtudaginn sl. og honum til aðstoðar voru synir hans Gunnar Páll og Sumarliði Örn matreiðslumenn.

Rúnar bauð upp á 5 rétta fiskiveislu, kryddlegnar gellur, skarkola með gráðosti og banana, saltfisk og nokkra óvænta rétti eftir Rúnar.

Vín sem pöruð voru með matnum voru Búrgúndar vín frá Loire dalnum.

Rúnar Marvinsson var gestakokkur á Hótel Holti

„Skemmtilegt kvöld í musteri matargerðarinnar Hótel Holti. Rúnar í stuði, ilmurinn í salnum minnti á Hótel Búðir og Við Tjörnina. Færri komust að en vildu og þetta verður örugglega endurtekið“

Sagði Gunnar Páll í samtali við veitingageirinn.is.

Stutt ágrip

Rúnar fæddist í Sandgerði og ólst þar upp. Hann fór fjórtán ára til sjós, var á bátum frá Sandgerði og síðan á farskipum og togurum. Þá var hann um skeið verslunarstjóri í Skífunni frá 1967.

Árið 1980 endurreisti hann Hótel Búðir á Snæfellsnesi ásamt Jakobi Fenger, Gunnhildi Emilsdóttur og Patriciu Burke. Þau starfræktu síðan hótelið í sameiningu næstu tvö árin en Rúnar starfrækti hótelið ásamt öðrum til 1986.

Þá stofnaði Rúnar vinsæla veitingastaðinn Við Tjörnina.

Rúnar Marvinsson var gestakokkur á Hótel Holti

Rúnar Marvinsson

Í dag er Rúnar búsettur á Hellisandi og dundar sér við að skrifa og búa til verðmæti úr hráefni sem finnast á Snæfellsnesi.

Meðfylgjandi myndir tók Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý eins og hún er oft kölluð og rekur Krissý ljósmyndastúdíó.

Rúnar Marvinsson var gestakokkur á Hótel Holti

Rúnar slær á létta strengi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið