Uppskriftir
Einfaldur og góður hafragrautur
Margir slá á „blundhnappinn“ á morgnana of oft, morgunmaturinn verður þá ekki eins skipulagður og hollur og hann ætti að vera. Haframjölsbollar eru ekki ný uppfinning en oft eru þeir sem seldir eru í búðum bættir með sykri og öðrum efnum. Þessir eru fullkomlega aðlagaðir að smekk hvers og eins.
Hugmyndin að baki skjótum haframjölsbollum er einföld: Setjið haframjöl, þykkingarefni (fínt haframjöl) og uppáhaldsáleggið ykkar í krukku sem bíður bara eftir heitu vatni þegar þið eruð tilbúin að borða.
Geymið tilbúna haframjölsbollana á köldum, dimmum stað, eins og í búri, í allt að þrjá mánuði.
Þegar þið eruð tilbúin að borða þá eru tvær leiðir til að elda haframjölið. Fyrsti valkosturinn er að bæta 1/2 bolla (eða meira) af sjóðandi vatni í krukkuna, hræra, hylja og láta sitja í fimm mínútur. Hafrarnir og haframjölið munu gleypa vatnið og verða að fullkomlega rjómalöguðum bolla af höfrum (gott er að hita aðeins aftur í örbylgjuofni). Önnur aðferðin er að bæta við 1/2 bolla (eða meira ef þið viljið þynnri haframjöl) af köldu vatni í krukkuna og setjið hana í örbylgjuofn í þrjár mínútur og fjarlægið þá krukkuna úr örbylgjuofninum, setjið lokið á og látið standa í tvær mínútur.
Hafra- og fræbollar
5 bollar gamaldags haframjöl, má setja hluta tröllahafra
1/2 msk. kókos sykur, hunang eða döðlur (fyrir smá sætu)
1 tsk. kanillduft
1/2 tsk. salt
Valfrjáls viðbót
(ofan á hvern bolla):
1/3 bolli þurrkaðir ávextir, svo sem rúsínur, saxað epli, kirsuber eða jarðarber
1/4 bolli kókoshnetuflögur
1/4 bolli saxaðar hnetur
2 msk. lítill súkkulaði-múslí eða hnetusmjör
Gott er að bæta kaldri mjólk, banana og ferskum eða frosnum berjum á toppinn
Vinnið saman 1 bolla af höfrunum í haframjöl. Setjið bolla af höfrunum í matvinnsluvél, eða litla kryddkvörn og „púlsið“ þetta saman í fínt haframjöl, þetta mun hjálpa til við að gera grautinn þykkan og gera haframjölið kremkennt. Flytjið yfir í stóra skál.
Blandið saman höfrum, haframjöli, sætuefni að eigin vali, kanil og salti í stóra skál. Skiptið hafrablöndunni niður í skammta sem nema um hálfum bolla í átta krukkur eða önnur lokuð ílát eins og einnota kaffibolla. Bætið hvaða sælkerahráefni sem er ofan á hverja krukku.
Lokið og geymið. Hyljið krukkurnar og geymið við stofuhita þar til þær eru tilbúnar til notkunar.
Þegar á að njóta, bætið hálfum bolla af sjóðandi vatni í hvert ílát. Hrærið til að blanda vel saman, hyljið aftur og látið sitja í fimm mínútur eða í eina mínútu í örbylgjuofni.
Leiðbeiningar um eldun eingöngu í örbylgjuofni:
Einnig er hægt að bæta við köldu vatni og sjóða í örbylgjuofni í eina mínútu. Látið sitja í tvær mínútur og njótið.
Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður