Markaðurinn
Dúnmjúk og dökk óskaskúffukaka með smjörkremi
Enn ein skúffuköku uppskriftin? Gæti einhver hugsað núna. En það er bara þannig að skúffuköku má alltaf fullkomna enn frekar og ég held að hér sé komin líklega sú besta sem ég hef smakkað hingað til.
Kaffijógúrtið gerir hana dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt.
Skúffukaka:
5 dl hveiti
4 dl sykur
2 dl kakó
½ tsk salt
2 tsk matarsódi
1 dl olía
2 dósir Óskajógúrt með kaffibragði
2 egg
2 tsk vanilluextract
150 gr smjör, brætt
2 dl heitt vatn
Aðferð:
- Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
- Pískið saman olíu, eggjum, jógúrti og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum heitu vatni og bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
- Hellið í skúffukökuform og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til bakað í gegn.
Krem:
200 gr smjör við stofuhita
3 dl flórsykur
1 tsk vanilluextrakt
4 msk rjómi frá Gott í matinn
200 gr dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillu mjög vel saman þar til létt og ljós.
- Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram.
- Bræðið súkkulaðið og hellið því volgu (alls ekki alveg kældu) saman við kremið og þeytið vel áfram.
- Smyrjið kreminu yfir kælda kökuna.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin