Markaðurinn
Dúnmjúk og dökk óskaskúffukaka með smjörkremi
Enn ein skúffuköku uppskriftin? Gæti einhver hugsað núna. En það er bara þannig að skúffuköku má alltaf fullkomna enn frekar og ég held að hér sé komin líklega sú besta sem ég hef smakkað hingað til.
Kaffijógúrtið gerir hana dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt.
Skúffukaka:
5 dl hveiti
4 dl sykur
2 dl kakó
½ tsk salt
2 tsk matarsódi
1 dl olía
2 dósir Óskajógúrt með kaffibragði
2 egg
2 tsk vanilluextract
150 gr smjör, brætt
2 dl heitt vatn
Aðferð:
- Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
- Pískið saman olíu, eggjum, jógúrti og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum heitu vatni og bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
- Hellið í skúffukökuform og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til bakað í gegn.
Krem:
200 gr smjör við stofuhita
3 dl flórsykur
1 tsk vanilluextrakt
4 msk rjómi frá Gott í matinn
200 gr dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillu mjög vel saman þar til létt og ljós.
- Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram.
- Bræðið súkkulaðið og hellið því volgu (alls ekki alveg kældu) saman við kremið og þeytið vel áfram.
- Smyrjið kreminu yfir kælda kökuna.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti







