Uppskriftir
Ciabatta Brauð
Efni í fjóra hleifa
Sponge-blanda:
1 tsk þurrger
250 ml volgt vatn
350 gr sigtað hveiti
Blandið saman vatni og geri og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið hveiti saman við. Leggið stykki yfir og látið standa í herbergishita í 12 klukkustundir.
Deig:
1,5 tsk þurrger
5 msk heit mjólk
1 msk ólífuolía
250 ml heitt vatn
600 gr hveiti
2-3 tsk salt
Blandið saman geri og mjólk og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið sponge-blöndunni, vatni og olíu saman við. Hrærið saman rólega í hrærivél með krók. Blandið hveiti og salti saman við, og vinnið rólega saman.
Deigið ætti að vera mjög mjúkt viðkomu án þess að klessast við fingurnar. Það gæti þurft að þynna degið með heitu vatni. Látið hefast í skálinni í klukkustund eða þar til degið hefur þrefaldast. Skiptið í 4 jafna hluta og setjið á bökunarplötur. Penslið með ólífuolíu eða grænu pesto. Látið hefast undir plastfilmu í 90 mínútur. Deigið mun ekki rísa mikið á þeim tíma.
Bakið í 25-30 mínútur og kælið. Gott að úða brauðin þrisvar fyrstu 10 mínuturnar með vatni.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið