Vertu memm

Áhugavert

Café Flóra – Veitingarýni

Birting:

þann

Café Flóra

Fékk símtal frá Ægi yfirkokki hjá Marentzu Paulsen, efnið var að bjóða okkur hjá veitingageirinn.is að koma og taka út jóla, var fljótur að staðfesta komu mína, enda ennþá í fersku minni heimsókn mín þangað fyrir tveimur árum.

Milt nóvemberkvöld, nánast eins og sumarkvöld var haldið sem leið liggur í Laugardalinn, kerti og kósýheit stikuðu leiðina frá bílastæði og að höll Marentzu, ekki laust við spenning yfir því sem koma skyldi. Notaleg stemming og fordrykkur við komu, þetta lofaði allt góðu.

Café Flóra

Kíktum inní eldhús, bara til að sjá hvort að allt væri í standi sem það auðvitað var, prepp í gangi og ilmandi angan af síld og kalkún lagði um eldhúsið, best að forða sér út ekki gott að vera að þvælast fyrir vinnandi fólki.

Boðið var uppá jóladrykk Íslendinga númer eitt, malt og appelsín auk þess sem það er líka boðið uppá fullorðins útgáfu, appelsín auðvitað en þá blandað í maltjólabjór, fantagóð blanda. Jólamaturinn í Flórunni er allur borinn á borð fyrir gesti, því er ekki um hefðbundið jólahlaðborð, skemmtileg framsetning og gestum líður vel með „sinn“ mat á sínu borði.

Café Flóra

Inngangur, nammi á platta

Café Flóra

Inngangur, nammi á platta

Fyrst var boðið uppá blandaðan lystaukaplatta, nettir munnbitar með samanstóðu af reyktum þorskhrognum, stökku laufabrauði með hangikjötstartar og kjúklingalifaraparfait með sultuðum rauðlauk. Steinlá…braðgott, milt og hráefnið fékk að njóta sín.

Fyrsti kafli, síldarréttir

Heimalöguð síld, söltuð, útvötnuð og verkuð á staðnum frá A til Ö. Snilldarhantering á hráefninu, Marentza Paulsen kom á borðið og kynnti með stolti afrakstur sinn, appelsínusíld með reyktum kartöflum, sinnepssíld Flórunnar og kryddsíld með Gammel dansk geli, veit ekki hver var best allar tegundir frábærar, hverri annari betri.

Annar kafli, kalt sjávarfang

Café Flóra

Annar kafli, kalt sjávarfang

Rauðrófugrafinn lax, þessi útgáfa af laxi er örugglega eins sú besta sem ég haf smakkað, milt dillmæjó með, flott jafnvægi í salti og sætu. Reyktur lax, mildur reykur borinn fram á piparrótareplasalati, þetta combó…hvað skal segja, það er eins og þetta hafi alltaf átt að vera svona. Skefisksterrine og humarmæjó, gaman að sjá fallega terrínu og ekki spillti bragðið, vel kryddað og fiskmetið hárrétt eldaðað, humarmæjó lokaði þessu með stæl.

Þriðji kafi, kalt kjötmeti

Nú var ég reyndar að vera svona þægilega saddur en auðvitað hélt maður sínu striki ákveðinn í að klára verkið. Innbakað gæsapaté, pistasíur og fíkjur, gott brauð, frábært paté, gott villibragð af gæsinni. Reykt önd með rauðrófu og piparrót, góður reykur hæfilega sölt, skotheldur réttur, meyr og góð öndinn. Dönsk lifrarkæfa, vá! Marentza kann þetta alveg uppá 10!
Fantagóð kæfa, vel af beikoni og sveppum, borið fram í krukku, gúmmelaði.

Fjórði kafli, aðalréttir

Café Flóra

Fjórði kafli, aðalréttir

Áfram var haldið, góð hlé á milli rétta var vel til fundið oft erfitt að njóta góðs matar ef hann er keyrður of hratt yfir, fallega skreyttur salurinn og lágstemmt hörpuspil, voru jólin kominn?
Létt reyktur lambahryggur, fyllt kalkúnabrjóst með þurrkuðum ávöxtum, mjúkur síðubiti og meðlætið ekki af verri endanum. Trönuberjasinnep, eplasalat, sveppasósa, heimalagað rauðkál og sætkartöflugratín. Mjög góður matur, falleg eldun, heitur matur og bragðgott og fallegt meðlæti. Þessi aðalréttur var pottþéttur, jafnvel aðeins of mikið en við gerðum forréttum líka góð skil. Svona á þetta að vera.

Fimmti kafli, sætindi og ostar

Café Flóra

Fimmti kafli, sætindi og ostar

Café Flóra

Fimmti kafli, sætindi og ostar

Makkarónur með gráðasoti og eldgamall Gouda með döðlusultu, passaði ótrúlega vel saman, bragðmiklir ostar, mjög hæfilegur skammtur.

Sjötti kafli, eftirréttir

Café Flóra

Sjötti kafli, eftirréttir

Logandi mandarínu og anís Créme Brullée, súkkulaðidrumbur með karamellu poppi og Riz a la Mande. Nú kom Ægir með læti, logandi eftirréttur, það er eitthvað við það að kveikja í mat sem er alltaf gaman. Frábærir eftirréttir, ólíkir en samt allir með sitt sérstaka bragð. Frábær endir á góðri máltíð.

Vídeó:

 

Þarna er á ferðinni jólamatur sem hvaða sælkeri sem er ætti ekki að láta fram hjá sér fara, vel heppnað hjá Ægi og Marentzu. Þakka kærlega fyrir okkur, frábært kvöld í alla staði. Þið megið vera stolt af þessum mat gott fólk.

Matthías nam fræðin fyrir margt löngu, fór fljótlega að ganga um í bláum slopp og seldi fisk til kollega um nokkurra ára skeið. Starfar nú sem svokallaður skrifstofukokkur ásamt því að kenna námskeið í matreiðslu fyrir fróðleiksfúsa.

Áhugavert

Kokkalandsliðið sýnir yfir 30 rétti í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg

Birting:

þann

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

Keppnin í kalda borðinu er hafin hjá Kokkalandsliðinu en liðið hefur verið síðustu tvo sólarhringa að undirbúa alla réttina á kalda borðið sem nú hefur verið stillt upp í keppnishöllinni í Lúxemborg. Á borðinu eru yfir 30 réttir ásamt sykurskreytingarverki. Í keppninni eru gerðar miklar kröfur um fjölbreytt og fagleg vinnubrögð, útlit og hráefnisnotkun þar sem hvert smáatriði skiptir máli. Borðbúnaðurinn er einnig mikilvægur en hann er unnin úr rekaviði, keramiki, postulíni, silfri og gulli.

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota íslenskt hráefni í réttina sína. Á sýningarborðinu eru þrír forréttir, fjölbreyttir veisluréttaplattar, fimm rétta veislumatseðill, grænmetismatseðill, fingrafæði og margvíslegir eftirréttir og súkkulaði. Liðið hóf að undirbúa uppskriftir að réttunum fyrir 18 mánuðum. Innblásturinn er sóttur í Ísland og það sem land elda og ís gefur okkur, þar á meðal hreina náttúru, rekaviðinn úr sjónum, hraunið, hrafntinnuna og stuðlabergið.

Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum í heimsmeistaramótinu í matreiðslu, Culinary World Cup, sem fram fer í Lúxemborg. Í fyrri keppnisgreininni fékk Kokkalandsliðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Úrslit í keppninni allri ráðast á fimmtudaginn þegar öll 56 löndin hafa keppt í ýmsum greinum.

Kokkalandsliðið - Kalda borðið 2014

KaldaBordid-005

Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson VOX, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Garðar Kári Garðarsson Strikið, Daníel Cochran Kolabrautin, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar og María Shramko sykurskreytingarmeistari.

Hægt er að fylgjast með Kokkalandsliðinu á vefsíðu liðsins www.kokkalandslidid.is og samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

 

Ljósmyndir: Sveinbjörn Úlfarsson

/Margrét Sigurðardóttir

 

 

Lesa meira

Áhugavert

Hver er maðurinn? | „Bað um að hafa matinn bláan….“

Birting:

þann

Sturla Birgisson

Sigurður Laufdal skoraði á Sturla Birgisson matreiðslumeistara sem svarar hér nokkrum laufléttum spurningum.

Fullt nafn
Sturla Birgisson

Fæðingardagur og ár
23. september 1963

Maki og Börn?
Freyja Kjartansdóttir, maki
Börn; 3 stelpur og 1 strákur

Starf og vinnustaður?
Heitt og Kalt

Áhugamál?
Laxveiði

Hvert er þitt uppáhalds hráefni?
Sveppir

Ef þú mættir bjóða einhverjum fjórum aðilum í mat hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Paul Bocuse, Alex Ferguson, Davíð Oddson, Eric Clapton, reyndar búinn að elda fyrir þrjá af þeim en það væri gaman að fá þessa fjóra saman. Ég myndi elda fyrir þessa kalla Osso Buco.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Í Perlunni um aldamótin, mætti á gamlársdagsmorgun að undirbúa veislu í tilefni að Reykjavík var ein af 9 menningarborgum Evrópu árið 2000. 400 gestir það kvöldið og í beinu framhaldi undirbúningur fyrir Nýársfagnað 330 gestir, vaktinni lauk 2. janúar kl: 01:00, 40 tíma vakt.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Gufupotturinn

Uppáhalds drykkur?
Kristall

Hver er versta pic-up lína sem þú hefur notað?
Það er svo langt síðan að ég man hana ekki

Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Skartgripa fyrirtækið BVLGARI var með galadinner í Perlunni og bað um að hafa matinn bláan í stíl við nýja ilmvatnið þeirra sem þeir voru að kynna.

Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Veiða 40 punda lax

Átt þú þér einhvern Signature dish?
Rjúpusúpan

Hver er maður/kona næstu viku?
Haddi kokkur á Holtinu og veiðihúsinu Vatnsdalsá

Lesa meira

Áhugavert

Gerir Excel fólkið ekki greinarmun á sýndarveruleika og raunveruleika?

Birting:

þann

Markaðssetning

Það virðist færast í aukana að svokallað Excelfólk ( markaðsfólk og auglýsingafólk ) telji að það sé yfir það hafið að halda sig við raunveruleikann, bara að það lúkki vel í excel þá er ok, tökum dæmi.

Logo Hagkaup1. Hagkaup – Amerískir dagar

Tornados steik úr nautalund.

Samkvæmt orðabók þá þýðir tornado; skýstrókur eða hvirfilbylur. Rétta orðið er; tournedos; turnbauti.

Logo Ali2. ALI – Silkiskorinn skinka

Í auglýsingunni var því haldið fram að silkiskorinn skinka væri bragðmeiri. Ég fór út í búð og keypti pakka og smakkaði og viti menn, auðvitað var hún bragðminni, þar sem hún var mun þynnri en venjuleg sneið og þar af leiðandi minna magn sem gaf bragð.

3. Holtakjúklingur

Logo HoltakjúklingurCoq au vin, reyktur kjúklingur í víni.

Coq au vin þýðir Hani í víni. Le poulet fumé au vin, þýðir reyktur kjúklingur í víni.

Hvernig er hægt að ruglast á þessu.

Logo Krónan4. Krónan – Úrbeinaðar kótilettur

Úrbeinaðar kótilettur heita hryggjarsneiðar, því þar er rif beinið sem gefur sneiðinni nafnið kótiletta. Óskiljanleg staðreyndarvilla.

5. Netto – Lambakóróna

Lambarifjur seldar í poka og kallaðar kóróna, verður ekki þannig fyrr en búið er að spyrða þeim saman uppréttum og steikt svoleiðis í Logo Nettóofni, síðan er kórónan skorin fyrir við borðið, því það er partur af upplifunni annars eru þetta bara lambarifjur.

Ekkert var minnst á hvaðan kórónu nafnið var komið og hvað það merkti.

Vonandi getur þetta stuðlað að því að fólk hætti að ljúga að viðskiptavinum eða í besta falli að hagræða hlutunum sér í hag, fólk er orðið hundleitt að þessu óvönduðu vinnubrögðum sem excel fólkið viðhefur.

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið