Frétt
Breytingar hjá Ísey útflutningi og nýtt starf aðstoðarforstjóra MS
Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á sókn í erlendum verkefnum á næstu misserum. Efla og fjölga mörkuðum sem selja skyr undir merkjum MS, hámarka skyrsölu frá Íslandi og vinna að framtíðar skipulagi og samhæfingu allrar erlendrar starfsemi sem MS tengist.
Í því ljósi hefur stjórnin ákveðið erlenda starfsemin falli undir starf forstjóra MS. Hann verði því framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. jafnframt því að vera forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur einnig ákveðið að til verði starf aðstoðarforstjóra sem heyrir undir forstjóra og hefur umsjón með innlendri starfsemi MS. Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslu- og rekstrarsviðs, verður aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar.
Samhliða þessum breytingum mun Jón Axel Pétursson láta af störfum sem framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. Er honum þakkað fyrir mikið og gott framlag til Mjólkursamsölunnar og erlendrar starfsemi fyrirtækisins.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati