Frétt
Bláa Lónið lokar næstu daga vegna framkvæmda við jarðsjávarlögn
Bláa Lónið og athafnasvæði þess verður lokað frá 23. apríl til og með 27. apríl 2017 vegna framkvæmda við jarðsjávarlögn. Ákvörðun um lokunartímabilið var tekin í október á síðasta ári og var þá þegar lokað fyrir bókanir á umræddu tímabili. Verslun og veitingastaðir í Bláa Lóninu munu einnig loka á tímabilinu ásamt Silica hóteli. Starfsemin opnar aftur þann 28. apríl.
Í fréttatilkynningu segir að framkvæmdin er mikilvægur þáttur í nýframkvæmdum Bláa Lónsins, en ný heilsulind sem mun bera heitið Lava Cove verður tekin í notkun í haust ásamt hóteli sem verður starfrækt undir nafninu Moss Hotel. Lögnin mun flytja jarðsjó inn á lónsvæði heilsulindarinnar og hótelsins.
Nýframkvæmdum miðar vel áfram og mun þeim ljúka í haust þegar hin nýja heilsulind og hótel verða tekin í notkun.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






