Vertu memm

Frétt

Bláa Lónið lokar næstu daga vegna framkvæmda við jarðsjávarlögn

Birting:

þann

Bláa lónið - Blue Lagoon

Bláa Lónið og athafnasvæði þess verður lokað frá 23. apríl til og með 27. apríl 2017 vegna framkvæmda við jarðsjávarlögn.  Ákvörðun um lokunartímabilið var tekin í október á síðasta ári og var þá þegar lokað fyrir bókanir á umræddu tímabili. Verslun og veitingastaðir í Bláa Lóninu munu einnig loka á tímabilinu ásamt Silica hóteli. Starfsemin opnar aftur þann 28. apríl.

Í fréttatilkynningu segir að framkvæmdin er mikilvægur þáttur í nýframkvæmdum Bláa Lónsins, en ný heilsulind sem mun bera heitið Lava Cove verður tekin í notkun í haust ásamt hóteli sem verður starfrækt undir nafninu Moss Hotel.  Lögnin mun flytja jarðsjó inn á lónsvæði heilsulindarinnar og hótelsins.

Nýframkvæmdum miðar vel áfram og mun þeim ljúka í haust þegar hin nýja heilsulind og hótel verða tekin í notkun.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið