Markaðurinn
Baguette samloka með kjúklingi og mozzarella – fljótlegt og ljúffengt
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
(fyrir 2)
1 stk. baguette brauð
1 kjúklingabringa, elduð
2 stk. Mozarella kúlur
Handfylli klettasalat
1 stór tómatur
Dijon sinnep
Rautt pestó
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið baguette brauðið í tvennt eftir endilöngu.
Smyrjið Dijon sinnepi á annan helminginn og rauðu pestói á hinn helminginn.
Skerið Mozzarella ostinn í þykkar sneiðar, rífið eða skerið kjúklinginn niður og skerið tómatana í sneiðar.
Raðið álegginu á brauðið ásamt klettasalati, saltið og piprið og leggið saman.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanK6 veitingar sýknað af kröfu Matvís: „Við greiddum matreiðslunema samkvæmt réttum taxta“
-
Markaðurinn3 dagar síðanPerlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins
-
Keppni4 dagar síðanFagmennska og metnaður einkenndu Norrænu nemakeppnina – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEru munnlegir samningar með handsali einskis virði í dag?
-
Keppni3 dagar síðanÁsbjörn Geirsson keppir fyrir Íslands hönd í kjötiðn í Sviss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAldan fisk & sælkeraverslun tekur við í Spönginni
-
Markaðurinn2 dagar síðanAllt að 80% afsláttur af kæliborðum – miðað við nývirði
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanKatla Þórudóttir öðlaðist ómetanlega reynslu á Michelin-veitingastaðnum Aure







