Markaðurinn
Baguette samloka með kjúklingi og mozzarella – fljótlegt og ljúffengt
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
(fyrir 2)
1 stk. baguette brauð
1 kjúklingabringa, elduð
2 stk. Mozarella kúlur
Handfylli klettasalat
1 stór tómatur
Dijon sinnep
Rautt pestó
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið baguette brauðið í tvennt eftir endilöngu.
Smyrjið Dijon sinnepi á annan helminginn og rauðu pestói á hinn helminginn.
Skerið Mozzarella ostinn í þykkar sneiðar, rífið eða skerið kjúklinginn niður og skerið tómatana í sneiðar.
Raðið álegginu á brauðið ásamt klettasalati, saltið og piprið og leggið saman.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓX í Reykjavík fær græna Michelin-stjörnu
-
Nemendur & nemakeppni6 dagar síðan
Sögulegt sveinspróf í matreiðslu á Akureyri – Ingibjörg Bergmann: „Það er svo frábært fólk í þessum geira“ – Myndaveisla
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Sjálfbærar íslenskar grænsprettur Rækta Microfarm á leið inn í bestu eldhús landsins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Háklassa gufusteikingarofnar fyrir stóreldhús – á hálfvirði
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
31 milljón króna koníak – þroskast undir yfirborði sjávar
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Salt Bae í fjárhagsvandræðum
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðan
Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s