Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alþjóðlegi kokkadagurinn 2005
Alþjóðlegi Kokkadagurinn er haldinn 20. október ár hvert, að frumkvæði Bills Gallager fyrrverandi forseta Alheimssamtaka Matreiðslumana frá suður afríku, núverandi sendiherra samtakana.
Árið 2004 var dagurinn fyrst haldinn hátíðlegur.
Hver aðildar þjóð alheimsamtakana ákveður með hvaða hætti deginum verður varið.
Árið 2004 fóru KM félagar í heimsókn í 30 leikskóla í Reykjavík og ræddu um matreiðslu og hollustu við börnin við mjög góðar undirtektir.
Nú í ár var Alþjóðlegi kokkadagurinn að þessu sinni haldinn að Sólheimum í Grímsnesi þar sem átta matreiðslumeistarar heimsóttu Sólheima og kynntu sér starfsemina þar og kynntu heimamönnum starf sitt í matreiðslumálum og félagstarfið innan Klúbbs Matreiðslumeistara. Síðan var tekið til í eldhúsinu og matreitt fyrir íbúa Sólheima, Lax með risotto, kartöflum og grænmeti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með vanillukremi og þeyttum rjóma.
Hægt er að skoða myndir frá Alþjóðlega kokkadeginum hér á heimasíðu KM
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






