Vertu memm

Freisting

Alþjóðlegi kokkadagurinn 2005

Birting:

þann

Alþjóðlegi Kokkadagurinn er haldinn 20. október ár hvert, að frumkvæði
Bills Gallager fyrrverandi forseta Alheimssamtaka Matreiðslumana frá suður afríku, núverandi sendiherra samtakana.
Árið 2004 var dagurinn fyrst haldinn hátíðlegur.
Hver aðildar þjóð alheimsamtakana ákveður með hvaða hætti deginum verður varið.

Árið 2004 fóru KM félagar í heimsókn í 30 leikskóla í Reykjavík og ræddu um matreiðslu og hollustu við börnin við mjög góðar undirtektir.

Nú í ár var Alþjóðlegi kokkadagurinn að þessu sinni haldinn að Sólheimum í Grímsnesi þar sem átta matreiðslumeistarar heimsóttu Sólheima og kynntu sér starfsemina þar og kynntu heimamönnum starf sitt í matreiðslumálum og félagstarfið innan Klúbbs Matreiðslumeistara. Síðan var tekið til í eldhúsinu og matreitt fyrir íbúa Sólheima, Lax með risotto, kartöflum og grænmeti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með vanillukremi og þeyttum rjóma.

Hægt er að skoða myndir frá Alþjóðlega kokkadeginum hér á heimasíðu KM

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið