Frétt
Afgreiðsla í mötuneytum breytist vegna Covid-19
Fjölmörg mötuneyti hafa breytt afgreiðslunni á mat vegna COVID-19 Kórónaveirunnar.
Afgreiðsla í mötuneyti breytist þar sem ekki verður lengur hægt að skammta sér sjálfur heldur verður skammtað fyrir fólk. Ýmsar aðrar aðgerðir eru hjá mötuneytunum sem eru t.a.m.:
- Skipta reglulega um áhöld.
- Skylda að þvo sér og nota handspritt áður en borðhald hefst.
- Sósur, krydd, salt og pipar tekið af borðum.
- Einnig eru notuð einnota hnífapör.
- Fækka fólki sem borðar í sal, sem í raun lengir hádegið.
- Aukin sótthreinsun á snertiflötum.
- Veitingar, ávextir og fleira er ekki afgreitt á fundi eða kaffistofur.
Þetta er gert til að vernda fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Þá hafa fjölmargar starfstöðvar í heilbrigðiskerfinu hjá hinu opinbera lokað mötuneytunum.
Á vef embætti landlæknis er að finna ítarlegar upplýsingar.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Keppni21 klukkustund síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó