Markaðurinn
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
Falleg bolludags sinfónía af vatnsdeigi, kransaköku og Nutella. Þessar vatnsdeigsbollur á kransabita eru loftgóðar, léttar og fullkomnar fyrir ykkur sem elska bollur. Bollurnar eru búnar til á botni úr kransakökublöndu þar sem þú límir vatnsdeigið með bræddu súkkulaði. Geymið smá af súkkulaðinu til skrauts og fyllið með Nutella-rjóma.
Bollurnar eru gómsætar og hægt að borða þær allt árið um kring!
Hægt er að finna allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift inn á vefverslun Danól, ásamt allt fyrir bolludaginn: Allt fyrir bolludaginn – Danól
Hráefni
Uppskrift er ætluð fyrir 30 stykki.
Vatnsdeig
100 g Smjör
2 dl Vatn
100 g Hveiti (900436)
4 egg (593050)
100 g ODENSE hjúpsúkkulaði dökkt (100150)
Kransabitar
500 ODENSE kransamassi (100036)
200 g Sykur (950010)
45 g Eggjahvítur (165207)
Nutella-krem
2,50 dl Þeyttur rjómi
200 g Nutella (105669)
Leiðbeiningar
Vatnsdeig
Hitið smjörið og vatnið að suðu. Bætið hveitinu út í og hrærið kröftuglega þar til deigið er ekki að klístrast og nær að halda sér. Það verður að vera hitað vel í gegn og glansandi. Kælið deigið aðeins og hrærið eggjunum saman við einu í einu. Mikilvægt er að hræra vel með hverju eggi svo deigið verði ekki of þunnt.
Setjið vatnsdeigið á bökunarplötu með tveimur skeiðum eða notið sprautupoka með stút. Bakið við 220°C í ca. 20 mínútur eftir stærð.
ATHUGIÐ: Mikilvægt er að ofninn sé ekki opnaður fyrstu 20 mínúturnar því þá falla bollurnar saman. Þegar þær líta út fyrir að vera bakaðar, takið þá eina út og setjið á grind. Ef bollan heldur lögun sinni eru þær tilbúnar en ef hún byrjar að falla þá þurfa bollurnar aðeins meiri tíma.
Kransabitar
Blandið öllum hráefnum saman fyrir kransabitana. Kransakökublöndunni er sprautað með sprautupoka og stút, á bökunarplötu með bökunarpappír og bakaðar í ca. 10 mínútur við 220°C þar til þær eru gylltar og stökkar.
Nutella-krem
Þeytið Nutella-rjómann þar til hann verður loftkenndur. Skerið hverja bollu í tvennt og fyllið þær með kreminu.
Festið bollurnar á kransakökubotninn með bræddu súkkulaði og skreytið með bræddu súkkulaði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






