Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel mætt á fyrstu fundina hjá KM á nýju ári – Myndir
Félagsfundir Klúbbs matreiðslumeistara (KM) eru reglulegir viðburðir þar sem meðlimir klúbbsins koma saman til að ræða faglega þróun, skipulagningu viðburða og nýjustu strauma í matargerð.
Í janúar voru fundir haldnir í Reykjavík, Akureyri og á Selfossi.
KM Reykjavík hélt fund 14. janúar sl. og var jafnframt fyrsti fundur á árinu eftir Hátíðarkvöldverðinn, sjá nánar hér.
Félagar KM voru boðaðir á Listasafn Íslands og var gestur fundarins Hildigunnur Birgisdóttir, en hún hannaði listaverkadisk hátíðarkvöldverðar KM 2025.
Félagar KM fengu umfjöllun um safnið og skoðuðu áhugasamir safnið í hólf og golf og Hildigunnur Birgisdóttir útskýrði fyrir félögum listaverkið sem hún hannaði fyrir Hátíðarkvöldverð KM.
Eftir veru á listasafninu var haldið á Fröken Reykjavík á Hótel Reykjavík Saga. En þar tók á móti þjálfari Kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Jónsdóttir yfirmatreiðslumaður. Snædís framreiddi ásamt frábærum hópi í eldhúsinu tveggja rétta máltíð sem var:
Tindabikkja, poppað capers, kryddjurtir, smælki með skessujurtakremi
og
Ástapunga með trönuberjum og karamellusúkkulaði, mysingskaramellu.
Á Fröken Reykjavík var fundi haldið áfram og farið yfir Hátíðarkvöldverð KM sem þótti takast mjög vel. Einnig var farið yfir það sem fram undan, en ekkert er slakað á í dagskrá KM og Kokkalandsliðsins.
KM Norðurland
KM Norðurlands hélt sinn fund á Ekrunni Óseyri 3, þriðjudaginn 14. janúar, þar sem Konráð Vestmann Þorsteinsson matreiðslumeistari og sölustjóri Ekrunnar á Akureyri tók vel á móti KM félögum.
Þórir Erlingsson forseti klúbbs matreiðslumeistara ávarpaði fundinn með fjarfundabúnaði. Ekran bauð upp á glæsilegan pinnamat.
Fundarefnið var farið yfir galadinnerinn, starfsemi Ekrunnar og næstu fundi hjá KM Norðurlands.
KM Suðurland
Janúar og jafnramt þorrafundur KM Suðurlands var haldinn 21. janúar að Tryggvaskála, Austurvegi 1 á Selfossi. Almenn dagskrá var á fundinum. Bjartmar Pálmason formaður KM Suðurlands bauð upp á glæsilegan þorramat. Bjartmar eða betur þekktur sem Batti Pálma starfar sem matreiðslumaður í mötuneyti fagfélaganna að Stórhöfða.
Að lokum var happadrætti að hætti Sunnlendinga, þ.e. allir taka með sér einn vinning.
Myndir: Aðsendar / Andreas Jacobsen / Kristinn Frímann Jakobsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var