Vertu memm

Uppskriftir

Hunangsgljáð grásleppa

Birting:

þann

Hráefni

2 flök af grásleppu
1 gulrót
6 stk. sveppir
1/2 meðalstór laukur
2 hvítlauksrif, smátt skorinn
1 tsk fersk engiferrót, smátt söxuð
2 msk hunang
1/2 dl hvítvín eða mysa
1/2 dl fisksoð
1/2 tsk karrý
1 dl olía
1/2 dl sojasósa

Aðerð

Hreinsið grásleppuna og skerið í strimla. Veltið upp úr hveiti og setjið á pönnu með olíu. Setjið grænmeti í strimlum út í og kryddið með karrý og hunangi.

Bætið engifer og hvítlauki út í þegar búið er að snúa fiskinum.

Hellið hvítvíni, fisksoði og sojasósu út í og látið sjóða smástund.

Úlfar Eysteinsson

Úlfar Eysteinsson

Höfundur er Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið