Uppskriftir
Hunangsgljáð grásleppa
Hráefni
2 flök af grásleppu
1 gulrót
6 stk. sveppir
1/2 meðalstór laukur
2 hvítlauksrif, smátt skorinn
1 tsk fersk engiferrót, smátt söxuð
2 msk hunang
1/2 dl hvítvín eða mysa
1/2 dl fisksoð
1/2 tsk karrý
1 dl olía
1/2 dl sojasósa
Aðerð
Hreinsið grásleppuna og skerið í strimla. Veltið upp úr hveiti og setjið á pönnu með olíu. Setjið grænmeti í strimlum út í og kryddið með karrý og hunangi.
Bætið engifer og hvítlauki út í þegar búið er að snúa fiskinum.
Hellið hvítvíni, fisksoði og sojasósu út í og látið sjóða smástund.
Höfundur er Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu