Vertu memm

Uppskriftir

Uppskrift af Þrista White Russian – Elvar Halldór stefnir á að opna sinn eigin veitingastað

Birting:

þann

Uppskrift af Þrista White Russian - Elvar Halldór stefnir á að opna sinn eigin veitingastað

Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna
Ljósmyndari: Sigurður Steinþórsson

Opinn fundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á dögunum.  Þar fór margt fram en m.a. var kynntur nýr Þrista White Russian með nýja þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery. Höfundur kokteilsins er Elvar Halldór Hróar Sigurðsson, sem mætti segja að er rísandi stjarna í veitingageiranum á Íslandi í dag.

Elvar er stjórnarmaður BCI, vaktstjóri á Lebowski bar og framreiðslumaður að mennt. Elvar var framreiðslunemi ársins 2023 og keppti einnig fyrir Íslands hönd í norrænu nemakeppninni í Finnlandi 2024 og lenti þar í 3. sæti með sínu teymi. Elvar er alls ekki hættur og stefnir á að opna sinn eigin stað í framtíðinni.

Uppskrift af Þrista White Russian - Elvar Halldór stefnir á að opna sinn eigin veitingastað

Þrista White Russian
Ljósmyndari: Elvar Halldór Hróar Sigurðsson

Þrista White Russian:

Hráefni:
30 ml Hovdenak Distillery Þrista líkjör
30 Vodki
15 ml Kahlúa
30 ml Rjómi
Þeyttur Rjómi
Súkkulaðispænir

Aðferð:
1. Hellið þrista líkjör, vodka, Kahlúa og rjóma í hristara
2. Hristið vel með klaka
3. Sigtið kokteilinn í ,,rocks“ glas með klaka
4. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni ofan á

Skál!

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið