Markaðurinn
Sumartertan sem svíkur engan
Marengsterta með rjóma, berjum, daim súkkulaði og fílakaramellusósu tikkar í öll boxin og er jafn klassísk og íslenska sumarkonan. Ein allra vinsælasta tertan á veisluborðum er einmitt marengs, það er líka alveg ótrúlega einfalt að gera marengstertu og á flestra færi.
Það væri ekki úr vegi að mæta með þessa næsta sumarboð og næsta víst að hún mun slá í gegn.
Marengsbotnar:
5 eggjahvítur
150 g sykur
150 g púðursykur
¼ tsk. vínsteinslyftiduft
Fylling:
7 dl rjómi frá Gott í matinn
Daim kurl eða annað súkkulaði
Bláber og jarðarber
Ofan á:
½ dl rjómi
125 g fílakaramellur (hálfur poki)
Bláber og jarðarber
Aðferð:
- Hitið ofn í 120 gráður með blæstri og leggið bökunarpappír á tvær bökunarplötur.
- Þeytið saman eggjahvítur, sykur, púðursykur og vínsteinslyftiduft þar til sykurinn leysist upp og úr verður þykkur marengs. Ég þeyti á mesta hraða í hrærivél í 5-7 mínútur.
- Skiptið marengsinum jafnt á plöturnar tvær og mótið tvo fallega botna u.þ.b. 20 cm í þvermál. Bakið í 70 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og opnið smá rifu á hurðina. Leyfið að kólna alveg í ofninum, helst yfir nótt.
- Bræðið fílakaramellur í rjómanum við vægan hita í potti. Setjið til hliðar og kælið
- Þeytið rjómann. Setjið helminginn af rjómanum á annan botninn, dreifið hökkuðum Daim, jarðarberjum og bláberjum yfir ásamt smá fílakaramellusósu. Leggið hinn botninn ofan á. Setjið á rjóma og skreytið fallega með berjum. Dreifið að lokum karamellusósunni yfir.
- Gott að er að setja marengstertuna saman 6-8 klst áður en hún er borin fram.

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag